Íslenzk tunga - 01.01.1959, Síða 98
96
JON AÐALSTEINN JONSSON
B. Samhljóðendur.
I. Engan samhljóðanda skal rita tvöfaldan á undan öðrum
samhljóðanda, er viSbótin er ending (ekki síSari hluti samsetts
orSs): hygS, hygst, hygni, blakt, hnekti, þykni, feldi, holt,
grend, kensla, fanst, hepni, krepti, hvesti, hvast, gletni, o. s.
frv., nema þá er á eftir fer beygingarending (fallending) orSs,
sú er byrjar á r eSa s, svo og, ef ll fer á undan n: gladdra,
gladds, glöggra, glöggs, blakkra, blakks, allra, alls, skammra,
skamms, sannra, sanns, krappra, krapps, hvassra, léttra, létts;
ailnir, hellna o. s. frv. En rita skal sann-nefndur, skamm-vinnur,
all-lítill (þriSji samhljóSandinn upphafsstafur síSari hluta
samsetts orSs).
Víða ekki nema einf. samlilj. í rótinni. Tvöföldnn samhlj. á undan
öðrum sarnhlj. óheyranleg í framhurði hæði að fornu og nýju, ef bera
skal fram í einni samstöfu, og ekki höfð í gömlum handritum, heldur
uppátæki einstaks manns á þessari öld. (K. G.). Undantekningin
(gladdra, manns o. s. frv.) nauðsynleg vegna framburðar og vegna bágs
við önnur orð að öðrum kosti (t. d. eignarf. af man, alur, o. fl.).
II. Rita skal z þar, sem hún hefir áSur veriS talin réttræS, en
þó ekki í annari persónu flt. í miSmynd sagna í nútíS og þátíS
framsöguháttar og viStengingarháttar, né í sagnbót, t. d. rita
ekki: þér alizt o. s. frv. heldur: þér alist (ólust, ælust), hefir
alist; ekki: þér segizt o. s. frv., heldur: þér segist (sögSust,
segSust), hefir sagst.
Z, eins og hún er tíðkuð, óþarft nýmæli (írá þessari öld, Rask); óþekt
í fornmáli með þeim reglum, sem nú tíðkast, heldur liöfð fyrrum alveg
að handahófi, t. d. fyrir tómt s, eða st, m.m. En þó að henni væri haldið
(til samkomulags) í þeim orðum og orðmyndum, er hún-þykir vera
hentug vísbending um uppruna orðsins (t. d. bezt, veizla: leizt, lízt),
þá er hún alveg óþörf fyrir þeirra hluta sakir í hinum tilgreindu beyg-
ingarendingum sagnorða í miðmynd — þar villist enginn á upprunan-
um —, auk þess sem þessar beygingarendingar eru áherzlulausar og því
eðlilegast að tannhljóðið hverfi þar alveg, án þess að neinar menjar þess
haldist alveg eins og r-hljóðið er látið hverfa gersamlega í samskonar
dæmum — kallast, en ekki kallarst; snýst, en ekki snýrst. Loks eru þau
hlunnindi að z-leysinu í þessum beygingarendingum, að þar verður mörg-
um helzt á að villast á henni.
III. Hvergi skal rita -r, þar sem -ur er borið fram í afleiðslu-
endingum orða eða beygingarendingum.
Þetta endingar-r hefir öldum saman, frá því á 14. öld, verið í fram-