Íslenzk tunga - 01.01.1959, Side 99
SAGA ÍSLENZKRAR STAFSETNINGAR
97
burði sjálfstæð samstafa, sem á eins mikinn rétt á að vera rituð fullum
stöfum eins og hver önnur samstafa í málinu. í ljóðum verður og eigi
komist hjá að rita hana fullum stöfum (-ur), og verður úr því óhæfileg
ósamkvæmni, að rita sama orðið alt öðruvísi í sundurlausu máli en sam-
föstu. Reynslan sýnir og, að fæstir, sem hafa ritháttinn -r, kunna hann
réttan.
IV. Rita skal / alstaðar á undan í, nema í útlendum orðum, og
í annan stað þar, sem rót orðsins í öðrum myndum endar á p
eða pp: oft, aftur, heift, gifta, skjálfti: en keypti, slepti, krapt.
Uppruni ritháttur fornmanna.
Rjettast að rita alútlend orð og nöfn eins og gert er í öðrum málum og
uppruni þeirra segir til, t. d. septemher, Neptúnus (en ekki seftember,
Neftunus), o. s. frv.
V. Rita skal g alstaðar á undan t, nema þar sem rót orðs endar
á lc, t. d. gigt, vigt, hljúgt; en mjúkt, sjúkt.
VI. Sleppa skal g í eint. þátíðar í sterkum sögnum, er rótin
endar á g, ef undaníarandi raddstafur hefir lengst eða hreytst,
t. d. lá (lást, lá), þá (þást, þá), þó (þóst, þó), dró (dróst, dró),
fló (flóst, fló), hló (hlóst, hló), hné (hnést, hné).
VII. Rétt er að hafa að öðru leyti yfirleitt hinn altíðkaða
latínuskólarithátt.
Einar Benediktsson lýsir sig fylgjandi stafsetningu Konráðs Gísla-
sonar og Halldórs Kr. Friðrikssonar og segir m. a. (439.—440. bls.):
Kenning Konráðs Gíslasonar: að láta framburð orðsins
ráða, nema Jmr sem hann /ceniur í bága við upprunann, er svo
skýr og svo gagnviturleg, hefur svo hárjafnt fyrir augum efling
og staðfesting hins lifandi máls, um leið og hún heldur föstum
tökum á þeim grundvelli sem byggja skal á, fornmálinu, að
það sýnist óviti næst af þeim mönnum er gengist hafa fyrir
samtökunum, að ætla sjer að fara að bæta nokkuð þar um eða
breyta.
Þar sem Einar Benediktsson hafði gert þessa stafsetningu Blaða-
mannafélagsins opinbera, gat ekki liðið á löngu, þar til eitthvað
heyrðist frá fylgismönnum hennar.
20 „Stafsetningar-reglur Blaðamannafélagsins," Nýja öldin, 1898, 213.—214.
bls.
ISLENZK TUNCA 7