Íslenzk tunga - 01.01.1959, Síða 100
98
JÓN AÐALSTEINN JÓNSSON
Hinn 7. júlí s. á. birtir Jón Ólafsson svo aðalatriðin úr þessum
nýju ritreglum í blaði sínu og lætur greinargerð fylgja.29 Segir þar
m. a. (213. bls.):
Það vakti fyrir félagsmönnum, að það er mesti tímaspillir
og fávísleg eyðslusemi andlegra og líkamlegra krafta, sem
leiðir af því að það skuli vera líðlcaðir hér á landi að minsta
kosti 7 ólíkir stafsetningarhættir, og þó fleiri um hönd hafðir
þótt fátíðari séu.
Þá bendir Jón á, að allur prófarkalestur verði langtum erfiðari,
þegar setjarinn verði að setja sama daginn eftir 3—4 ólíkum staf-
setningarháttum. Síðan segir hann (s. st.):
Það er ekki dæmalaust, að börn læri að stafa á stafrófskveri
með einum stafsetningarhætti, Iæri ritreglur eftir öðrum hætti,
lesa í biblíunni með þriðja hætti, og nema svo barnalærdóm
sinn með fjórða hætti, lesa svo skemtibækur með fimta og
sjötta hætti. — Ur slíku getur eðlilega að eins orðið Babels-
truflun.
Þá fór hinn aldraði höfundur skólastafsetningarinnar, Halldór Kr.
Friðriksson, enn fram á vígvöllinn til að verja stafsetningu sína og
upprunasjónarmiðið. Ritaði hann langa grein í Dagskrá 31. ágúst og
kom framhald hennar 8. september.30
Halldór ræðir mest um þá breytingu að rita é fyrir je og telur það
bæði fjarstætt fornum heimildum og venju prentaðra hóka til loka
18. aldar. Þá bendir hann á margs konar ósamkvæmni um ritun tvö-
falds samhljóða á undan þriðja samhljóða og segir m. a. (30. bls.):
Undantekningar blaðstjóranna í þessu atriðinu eru að eins
til þess, að sýna öðrum sem allra-ljósast, að þeir bera næsta
lítið skyn á það, sem þeir eru að tala um; því að alls engin
ástæða er freinur til að rita alls, manns en allt, annt;
hvortveggja orðin eru borin eins fram að því er snertir l og n.
Og svo er samkvæmnin!! Ef rita skal alls, manns, af allur, mað-
ur, til að greina þau frá als, mans, eig. af alur, man, þá er sama
30 „Nokkrar athugasemdir við ritreglur blaðamannanna í Reykjavík, frá fyr-
verandi yfirkennara H. Kr. Friðrikssyni," Dagskrá, 1898, 26. og 30. bls.