Íslenzk tunga - 01.01.1959, Page 102
100
JÓN AÐALSTEINN JÓNSSON
Þegar í upphafi samþykktu margir málsmetandi menn að taka
blaðamannastafsetninguna upp, og eru nöfn þeirra birt bæði í Nýju
öldinni og ísajold. Er þarflaust að rekja það hér.
Vafalaust hafa ýmsir verið óánægðir með einstök atriði hinna
nýju stafsetningarnýmæla, þótt þeir gerðust fylgismenn þeirra í því
skyni að koma á einingu um þetta viðkvæma mál. Einn þessara
manna lét fljótt til sín heyra opinberlega. Var það hinn ágæti mál-
fræðingur sr. Jóhannes L. L. Jóhannsson á Kvennabrekku. Ritaði
hann grein í Þjóðólf 2. september, og kom niðurlag hennar 16.
s. m.3G
Sr. Jóhannes segir í grein sinni, að hann geti ekki fylgt reglunni
um „að rita ávallt einfaldan samhljóð á undan öðrum samhljóð í
einni samstöfu“ (161. bls.). En þetta var einmitt það stafsetningar-
nýmælið, sem mætti hvað harðastri gagnrýni, svo sem vikið hefur
verið að. Færir sr. Jóhannes mörg rök fyrir því, að hér eigi að fara
eftir uppruna og skrifa tvöfaldan samhljóð, þar sem við á, enda stríði
það beinlínis gegn framburði að rita t. d. eklar (af ekkill), hepnir
(af heppinn), sleknum (af stekkur) o. s. frv. Skorar hann þess vegna
á frumkvöðla hinna nýju ritreglna að fella þessa einföldunarreglu
niður.
Ritstjóri Þjóðólfs og eigandi, Hannes Þorsteinsson, bætti nokkr-
um athugasemdum frá sjálfum sér við niðurlag greinar sr. Jóhannes-
ar. Er hann hinn óánægðasti með stafsetninguna og segir:37
Reglan um stafaeinföldunina er ein út af fyrir sig næg til að
gera allt þetta réttritunarhumbug óhafandi, og það nær engri
átt, að önnur eins forsmán verði lögleidd í skólum. Og svo eru
sumir þessara nýju réttritunarfræðinga farnir að skrifa t. d.
Rúsar, Frakar, Grikir o. s. frv. Það eru framfarir að tarna.
Hætt er við, að H. Þ. ýki hér vísvitandi í niðurlaginu til að gera
hlut fylgismanna blaðamannastafsetningarinnar enn verri, enda er
38 „Stafaeinföldunin og Réttritunarsamtökin," Þjóðól/ur, 1898, 161.—162. og
170. bls.
■‘•r Þjóðólfur, 1898, 170. bls.