Íslenzk tunga - 01.01.1959, Qupperneq 103
SAGA ÍSLENZKRAR STAFSETNINGAR 101
það ekki samkvæmt reglunni að einfalda samhljóðana í dæmum
þeim, sem Hannes nefnir.
Annars segir H. Þ., að stafsetning Þjóðólfs sé og hafi í flestum
greinum verið samkvæm réttritun Blaðamannafélagsins, „nema að
því er einföldun samhljóða snertir" (170. bls.). Loks tekur hann
skýrt fram, að hann leyfi engar stælur um þetta mál í blaði sínu.
I upphafi árs 1899 — eða hinn 27. janúar — hélt Hið íslenzka
stúdentafélag umræðufund um íslenzka stafsetningu, þar sem þeir
menn, er mest höfðu látið á sér bera í því máli næstu árin á undan,
leiddu saman hesta sína. Komu fram á fundi þessum fulltrúar þrenns
konar stafsetningar.
Björn M. Ólsen var frummælandi og flutti fyrirlestur, sem var að
mestu leyti samhljóða fyrirlestri þeim, er hann liélt áratug áður og
rakinn hefur verið hér að framan í aðalatriðum (89.—90. bls. 1. Á
eftir frummælanda töluðu þeir Halldór Kr. Friðriksson sem fulltrúi
skólastafsetningarinnar og Jón Ólafsson og Pálmi Pálsson sem for-
mælendur blaðamannastafsetningarinnar.
Stúdentafélagið lét prenta ræður þeirra B. M. Ó. og H. Kr. F.,38
en því miður fengust ræður fulltrúa hinnar nýju stafsetningar ekki til
birtingar. Er það næsta bagalegt, því að fróðlegt hefði verið að geta
kynnt sér rök þeirra fyrir breyttri stafsetningu. Að vísu má ætla, að
þau hafi að mestu veriÖ hin sömu og komu fram í blöðum, en engu
að síður hefði verið æskilegt að heyra röksemdir Pálma, sem var
annar aðalráðunautur Blaðamannafélagsins og auk þess íslenzku-
kennari Lærðaskólans. En af eftirmála B. M. Ó. í bæklingi Stúd-
entafélagsins má ráða, að Pálmi hafi aðallega veitzt að fyrirrennara
sínum, H. Kr. F., og stafsetningu hans.
Þar sem sjónarmið þeirra tveggja, sem ræður voru birtar eftir, eru
svo kunn af því, er áður greinir í yfirliti þessu, gerist þess ekki þörf
að rekja efni ræðnanna nema að litlu leyti.
B. M. Ó. telur blaðamannastafsetningunni einkum til foráttu
stefnuleysi, þ. e. a. s., að hún sé ekki reist á ákveðinni grundvallar-
38 Umrœður um íslenska stajsetning á jundi hins íslenska Stúdentafjelags 27.
lan. 1899. Gefið út að tilhlutun Stúdentafjelagsins (Reykjavík 1899).