Íslenzk tunga - 01.01.1959, Page 107
SAGA ISLENZKRAR STAFSETNINGAR
105
en hefir þó ekki fengið nema 1 eða engan fylgifisk, á framt að
20 árum, og má þó ekki leggja hana niður fyrir ofurmagnaðrar
mikilmensku sakir.
VIII
Arið 1909 sendi Finnur Jónsson prófessor frá sér kver um íslenzka
stafsetningu, og nefndist það Islensk rjettritun. Er Finnur þá að
mestu horfinn frá framburðarsjónarmiði því, er hann mælti með um
1890, en reynir nú að sigla milli skers og báru og taka tillit til hvors
tveggja: uppruna og framburðar. Er meginsjónarmið hans fólgið í
þessum orðum (10. bls.):
Ætlunarverk vort er og getur ekki annað verið en að skapa
stöfun þannig lagaða, að hún fari ekki svo langt frá þeim
grundvelli sem lagður hefur verið, en taki hins vegar svo mikið
tillit til framburðar vors nú, sem hæfilegt og nauðsynlegt er,
og forðist óþarfa erfiðleika.
Þá segir Finnur og beinlínis, að landsstjórnin komist tæplega hjá
því að setja ákveðnar stafsetningarreglur í þeim skólum, sem njóti
styrks úr landssjóði.
Rétt er að rekja hér helztu tillögur F. J. í þessum efnum.
I upphafi rekur Finnur í ágripi sögu íslenzkrar stafsetningar,
einkum að fornu, en ræðir síðan um einstök hljóð og rittákn þeirra.
Finnur leggur ekki til að sleppa y-unum. Auðheyrt er þó, að hann
er í rauninni sömu skoðunar og 20 árum áður, þ. e. telur y-in næsta
þarflaus í ritmáli, þar sem hljóðgildi þeirra sé horfið í mæltu máli.
En hann beygir sig fyrir „vanafestu og ríkri tilfinníngu" (11. bls.).
Ekki telur hann ástæðu til að greina í sundur œ og œ eftir uppruna,
enda muni enginn taka eftir því í lestri, hvort táknið sé notað.
Finnur telur einsætt að rita alltaf s, en aldrei z. Finnst honum
óhæfilega langur tími fara í að kenna mönnum, hvar setja eigi z. Ef
>,mikill vinníngur væri í aðra hönd, væri ekki horfandi í tímann, sem
til þess gengur, en hjer er ekkert í aðra hönd, nema sú fordild að geta
i'itað z rjett, ef það er eftirsóknarvert,“ eins og hann orðar það (13.
bls.). Af þessum sökum er það álit Finns, að blaðamannastafsetn-