Íslenzk tunga - 01.01.1959, Page 109
SAGA ÍSLENZKRAR STAFSETNINGAR
107
F. J.) liggja af rituðu ruáli, er liann kallar íslenzku, en aðrir
bauna-frónsku eða baunsku.
En ruglingurinn hélt áfram um stafsetningu almennt og eins rit-
hátt ýmissa orða. Finnur Jónsson hafði birt í kveri sínu langan lista
yfir vandrituð orð, eins og minnzt hefur verið á, og fór þar víða í
þveröfuga átt við stafsetningarorðabók Björns Jónssonar. Verður
ekki sagt, að slíkt hafi bætt úr skák.
Friðrik Hjartar, síðar skólastjóri, ritaði grein um þetta vandamál
í Skólablaðið 1912 og bar saman allmörg orð í téðum orðabókum.4 1
Að vonum lízt honum ekki á blikuna og bendir t. a. m. á þá hættu, að
nemendur við skóla geti annan veturinn haft kennara, sem fari eftir
Birni Jónssyni, en hinn veturinn kennara, er fylgi Finni Jónssyni.
Þess vegna spyr hann (163. bls.): „Erum við ekki að lenda í ógöng-
um um réttritunina? Vill ekki svo að segja sitt hver? Er ekki nauð-
synlegt að fyrirskipuð sé einhver ákveðin skólaréttritun, sein allir
skólar landsins fylgi ?“ Síðan segist hann ekki vita lietur en Kennara-
skóli íslands hafi fyrirskipað fasta réttritun hjá sér og stingur upp á
henni sem almennri skólaréttritun. Því miður hefur mér ekki tekizt
að fá úr því skorið, hvernig þessi réttritun Kennaraskólans hefur
verið, en líklegt má telja, að hún liafi verið svipuð blaðamannastaf-
setningunni, ef þá ekki hún óbreytt. A. m. k. fæ ég ekki betur séð en
Sigurður Guðmundsson, íslenzkukennari skólans á þessum árum
(síðar skólameistari), noti blaðamannastafsetningu á bókmennta-
söguágripi sínu 1915.
Stúdentafélagið á Akureyri lét stafsetningarmálið til sín taka árið
1912 og ritaði fræðslumálastjórninni í því skyni að fá hana til að
beita sér fyrir að koma einhverri festu á málið. Var efni bréfs félags-
ins á þessa leið samkvæmt Skólablaðinu 1912:4‘-
1. að lögboðin verði einhver ákveðin stafsetning á íslensku og
skuli þeirri réttritun fylgt í öllum skólum, á öllum skóla-
bókum, á öllum ritum, er stjórnarráðið gefur út sjálft og
öllum bókum, sem gefnar verða út með styrk af landsfé; og
41 „Um réttritun,“ Skólablaðið, 1912, 161.—163. bls.
4~ „Stafsetningarmálið," Skólablaðið, 1912, 109. bls.