Íslenzk tunga - 01.01.1959, Síða 110
108
JON AÐALSTEINN JONSSON
2. að hún láti hina íærustu íslensku-fræðinga semja handhæga
stafsetningarorðabók, sem siðan yrði gefin út á kostnað
landssjóðs, fyrirskipuð sem leiðbeinandi bók í öllum skól-
um og seld við svo vægu verði sem unt er.
Brátt tók Stúdentafélagið í Reykjavík málið einnig fyrir, og var
kosin nefnd „til að íhuga stafsetningarmálið11.43 Gerði hún svo til-
lögur bæði um þetta atriði og eins önnur, sem varða íslenzka tungu.
Er rétt að birta hér þann hlutann, sem fjallar sérstaklega um staf-
setninguna. Er að öllu farið eftir Skólablaðinu í nóvember 1912 (173.
bls.):
2. Um stafsetningu: Vér leggjum það til, að lögboðin verði
ákveðin stafsetning við móðurmálskenslu í skólum og á
bókum, sem njóta styrks af almanna-fé. Teljum vér heppi-
legast, að stjórnarráðið skipi þegar nefnd íslenskukennara,
er leggi fram ákveðnar tillögur um stafsetningu fyrir næsta
vor, og að stafsetning þessi verði síðan lögboðin svo tíman-
lega, að hún verði tekin upp í öllum skólum, sem styrktir
eru af landsfé, haustið 1913. Teljum vér réttast, að nefnd
þessi hagi stafsetningarreglum sínum eftir því sem hún
telur auðveldast að kenna og bezt fer á; þó þannig, að ekki
verði farið út í neinar öfgar, hvorki í þá áttina að gera
stafsetninguna eldri en tíðkast alment í fornritum vorum
(eins og t. d. stúdentafélagsnefndin á Akureyri gerir í til-
lögu sinni um tvöföldun samhljóðenda) né heldur í hina
áttina, að þræða um of framburðinn.
3. Um stafsettiingarorðabók: Vér teljum sjálfsagt, ef stafsetn-
ing verður lögboðin, að stjórnarráðið hlutist til um, að
gefin verði út stafsetningarorðabók samkvæmt hinum lög-
skipuðu reglum.
Af þessum samþykktum stúdentafélaganna er ljóst, að nú hlaut
stafsetningarmálið senn að komast á lokastig, því að óhugsandi var,
að fræðslumálastjórnin og landsstjórnin gætu látið allt reka á reið-
anum, þegar svo ákveðnar tillögur til úrbóta komu frá stúdentum.
43 „Tillögur nefndar þeirrar, er Stúdentafélagið í Reykjavik hefir kosið til að
íhuga stafsetningarmálið," SkólabtaSiS, 1912, 173.—174. bls.