Íslenzk tunga - 01.01.1959, Side 111
SAGA ÍSLENZKRAR STAFSETNINGAR
109
Enn liðu samt nokkur ár, þar til yfirstj órnendur menntamála tækju
rögg á sig, og á meðan kom næsta skemmtilegur þáttur fyrir í málum
þessum.
Framburðarstafsetningin var sem sé ekki með öllu úr sögunni og
eignaðist mjög ötulan stuðningsmann. Var það hinn mikilhæfi gáfu-
maður, Guðmundur Björnsson landlæknir. Skrifaði hann grein í
Skólablaðið 1912.44 Gerist Guðmundur í grein þessari eindreginn
formælandi framburðarstafsetningar, en telur hins vegar, að slík staf-
setning verði að hvíla á öruggari grunni en almennum framburði
landsmanna. Kemur hann þá fram með þá nýstárlegu hugmynd, að
kenna beri sérstakan og fagran framburð í skólum landsins, sem
yrði „sparibúningur málsins“ (150. bls.).
Guðmundur Björnsson dregur niðurstöður sínar saman í þrjár
greinar (151. bls.):
1) Framburður málsins hefur ófríkkað og er einlægt að versna.
2) Við eigum að velja smekkvísa og málfróða menn til að
semja framburðarreglur, er lagi sig eftir nútíðarrithætti
(uppruna) þar sem gerlegt þikir og til fegurðar horfir.
3) Skólarjettritun á að vera í fullu samræmi við skólafram-
burðinn og ber því að breita stafsetningunni þar sem
óhugsandi er að laga framburðinn eftir henni (sleppa y-um
og z-um, o. s. frv.).
Arið eftir kom önnur grein eftir Guðmund í Skólablaðinu um
þetta efni.45
Barðist Guðmundur fyrir þessari kenningu sinni næstu árin, og
urðu nokkrar umræður um það í ræðu og riti. Árangur varð hins
vegar enginn. Um þessa tilraun Guðmundar landlæknis til að koma á
samræmdum framburði landsmanna og stafsetningu í samræmi við
hann farast Helga Hjörvari svo orð í Skólablaðinu 1920:46
Landlæknir hjelt máli þessu vakandi um hríð, flutti fyrir-
lestra hjer í Reykjavík með þessum nýja framburði o. s. frv.
44 „Rangritunarheimska og íramburðarforsmán," Skólablaðið, 1912, 147.—
151. bls.
45 „Hljómbætur," Skólablaðið, 1913, 181.—186. bls.
46 „Framburðarkensla og hljómbætur,“ Skólablaðið, 1920, 73.—74. bls.