Íslenzk tunga - 01.01.1959, Qupperneq 112
110
JÓN AÐALSTEINN JÓNSSON
Þá um tíma var mikið um þetta talað, fremur þó sem skrítið
uppátæki en alvarlegt málefni. Síðan datt alt í dúnalogn aftur,
og nú minnist enginn á hvort fegurra sje að segja bar-n eða
baddn, sag-ði eða saggði.
Árið 1918 birti stjórnarráðið loksins auglýsingu um sérstaka staf-
setningu og lögfesti þá blaðamannastafsetninguna frá 1898 með
þeirri breytingu, að rita skyldi je og s í stað é og z. Að öðru leyti
hljóðar auglýsingin á þessa leið, eins og hún birtist í Lögbirtinga-
blaðinu 27. marz 1918:
Auglýsing um eina og sömu stafsetningu í skólum og á skóla-
bókum.
Ein og sama stafsetning skal höfð:
1. 1 öllum þeim skólum, sem eru kostaðir eða styrktir að ein-
hverju leyti af landssjóðsfje.
2. Á öllum þeim bókum, sem notaðar eru við kenslu í þessum
skólum, jafnóðum og bækurnar eru til með þeirri stafsetn-
ingu, sem fyrirskipuð er með þessari auglýsingu.
3. Á öllum þeim bókum, sem hjer eftir verða gefnar út á
kostnað landssjóðs, eða með styrk af landssjóðsfje. Þó má
halda sömu stafsetningu á þeim rituin, sem byrjuð eru að
koma út í heftum eða bindum, ritverkið á enda.
Þessum stafsetningarreglum skal fylgt:
1. Granna raddstafi einfalda skal rita næst á undan ng og nk í
sömu samstöfu, en hvorki tvíhljóða nje breiða raddstafi,
nema œ (og ó má rita í samandregnum orðum, t. d. kóng-
ur); t. d. longur, hönk, en ekki lángur, haonk; en aftur á
móti vamgur.
2. Rita skal je (ekki é) þar sem svo heyrist í framburði.
3. Stafina y og ý skal rita í stað i og í, þar sem í rót orðsins
er o, u, io, iu fjo, ju), eða ó, ú., ió, íú (jó, jú).
4. Rita skal í alíslenskum orðum / og g næst á undan t í sömu
samstöfu, en ekki p nje k, nema rótin (í öðrum myndum
orðsins) endi á þeim stöfum; t. d. skrift, vigt, en ekki skript,
vikt; en aftur á móti slakt, (af slakur), lapti, (af lepja).
5. Eigi skal rita j næst á eftir g eða k, ef á eftir þeim stöfum