Íslenzk tunga - 01.01.1959, Síða 113
SAGA ÍSLENZKRAR STAFSETNINGAR 111
fer í sömu samstöfu e, i, í, æ, au, eða ey, t. d. gefa, gær,
gekk, (en ekki gjefa, gjær, gjekk).
6. Rita skal s (en ekki z) alstaðar, þar sem s-hljóð heyrist í
framburði. En rita skal t á undan st í sagnorða beygingum
þar sem rót orðsins endar á t, eða tt (flutst, af flytja; hitst,
af hitta).
7. Tvöfaldan samhljóð á undan öðrum samhljóð skal aðeins
rita:
a. ef á eftir fer beygingarending, sem byrjar á n eða r, eða
fallending á s, eða n fer á eftir ll: t. d. brekkna, fullra,
manns, fallnir.
b. í samsettum orðum, er viðskeytta orðið byrjar á sam-
hljóði, svo og ef greinirinn er skeyttur aftan við (hreppn-
um, leggnum, bekknum ).
Raddstafahræðurnir j og v eru hjer (í 7. tölulið) ekki taldir
sem samhljóðendur.
Að öðru leyti en því sem hjer er tekið fram, skal visað til
stafsetningarreglna bls. 42—51 í Ritreglur eftir Valdimar Ás-
mundarson 6. útgáfa, 1907, og íslenskrar stafsetningarbókar
eftir Björn Jónsson, þangað til út verða gefnar ítarlegri reglur
fyrir hinni fyrirskipuðu stafsetningu, og stafsetningarbók sam-
kvæm henni er út komin.
Þetta er hjermeð birt til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut
eiga að máli.
Dóms- og kirkjumáladeild stjórnarráðsins, 27. mars 1918.
Jón Magnússon
G. Sveinbjörnsson
Stafsetning þessi var kennd við Jón Magnússon forsætisráðherra,
en auðvitað hefur hann leitað samráðs við Jón Þórarinsson fræðslu-
málastjóra, og heyrt hef ég, að Pálmi Pálsson hafi verið með í ráð-
um.
IX
Ekki varð stafsetning Jóns Magnússonar til þess að lægja öldurnar
í þessu viðkvæma og margrædda máli, eins og höfundar hennar hafa
þó vonað, þar sem farið var að nokkru bil beggja.