Íslenzk tunga - 01.01.1959, Side 114
112 JÓN AÐALSTEINN JÓNSSON
Brátt kom í ljós, að margir voru óánægðir með þessa stafsetningu,
og hlaut því enn að draga til tíðinda.
Árið 1922 ritaði sr. Jóhannes L. L. Jóhannsson grein í Skóla-
blaðið.47 Svo sem áður hefur verið getið, var sr. Jóhannes einn
þeirra manna, sem tók upp blaðamannastafsetninguna, en með breyt-
ingum á reglunni um tvöfaldan samhljóða.
Sr. Jóhannesi var það eins vel ljóst og öðrum, að nauðsynlegt var
„að skipa sameiginlega réttritun“, ekki sízt, þegar „skólar verða
almennari og ríkisstofnanir fleiri“ (26. bls.). Aftur á móti er hann
þeirrar skoðunar, að velja hefði þurft góðan grundvöll og yfirleitt
undirbúa málið betur en gert var, áður en stafsetningin var ákveðin
1918. Svo segir hann (26.—27. bls.):
Þetta vantaði þó bagalega, því þarna er Blaðamannastaf-
setningin, með öllum hennar villum ólöguðum, í flestu löggilt,
en aðeins fáum atriðum breytt, tvímælalaust til skemda. Með
öðrum orðum: „kostum kastað, en löstum haldið“.
Þá finnst sr. Jóhannesi of hart að gengið að krefjast þess, að allar
bækur, sem ríkisstyrks njóti, þurfi að fylgja „Stjórnarstafsetning-
unni“ (27. bls.). Með því ákvæði sé verið að hóta jafnvel mikilhæf-
um vísindamönnum styrksviptingu, ef þeir fari eftir annarri stafsetn-
ingu í ritum sínum en hinni löggiltu. Þá segir hann berum orðum, að
farið hafi verið „í laumi, til allra bókaútgefenda, eins og eins, hér í
borginni, og nörruð út úr þeim loforð um, að láta bækur þær er
þeir gæfi út vera með þessari nýju Stjórnarréttritun“ (27. bls.). Er
hann mjög hneykslaður yfir þeirri aðferð.
Álítur sr. Jóhannes, að málið sé „komið í verstu ófæru, sem oss er
nauðsyn á að komast sem fyrst út úr“ (30. bls.). Til þess sér hann
svo eina leið, og það er (31.—32. bls.):
að hverfa aftur að hinni ágætu stafsetningu Halldórs Friðriks-
sonar með þeim örlitlu breytingum, er nú skal greina:
1. Að rita é fyrir je, nema þar sem j og e eru sitt í hvoru
atkvæði, t. d. byrjendur o. s. frv. Þetta er samkvæmt Blaða-
mannastafsetningunni.
47 Sjá 6. ncðanmálsgrein.