Íslenzk tunga - 01.01.1959, Blaðsíða 115
SAGA ÍSLENZKRAR STAFSETNINGAR
113
2. Að rita / á undan samatkvæðu t í þeim samstöfum, þar sem
svo á að vera eftir uppruna, svo sem aftur, eftir o. s. frv.
Einnig þetta er samkvæmt Blaðamannastafsetningunni.
3. Að rita jafnan einfaldan samhljóð á undan d og t, og enn-
fremur á undan hljóðasamböndunum sl, sk og st, t. d. kendi,
kent, kensla, gry/istur, fylstur, finska o: s. frv. Þetta er sam-
kvæmt framburði og fremur til fegurðarauka. En í öllum
öðrum tilfelluin ber nauðsyn til og skal líka Iáta uppruna
ráða einföldun og tvöföldun.
4. Að rita z eins og venja hefir verið, nema í persónuending-
um fleirtölu af miðmynd í öllum háttuin beggja tíða. Þetta
er heldur til léttis við kenslu og er líka auðvelt að rökstyðja,
þótt ritháttur í þessum endingum skifti eigi miklu máli.
Arið 1924 héldu íslenzkukennarar fund með sér. Var þá kosin
þriggja manna nefnd til þess að gera nýjar tillögur um stafsetningu.
í nefnd þessa völdust þeir Alexander Jóhannesson prófessor, Jakob
Smári magister og Einar Jónsson magister. Sömdu þeir nýjar til-
lögur, og voru þær að mestu leyti hinar sömu og stafsetning Halldórs
Kr. Friðrikssonar nema um é og z.
Fljótlega tók að hera á því, að ýmsir rithöfundar færu eftir tillög-
um þessarar nefndar í flestum greinum. Þetta sama ár, 1924, sendi
Sigurður Nordal frá sér 1. útgáfu af Lestrarbólc sinni og gerir þá
eftirfarandi grein fyrir stafsetningu bókarinnar í formála:48
Stafsetning á bókinni er blaðamannastafsetning, sem enn er
algengust á íslenzkum bókum, með þessum breytingum: 1) ein-
faldur samhljóði er ritaður á undan d og t, g og k, sl, sk og sl
(zt); á undan öðrum samhljóðum (ð, l, n, r, s) er ritaður ein-
faldur eða tvöfaldur samhljóði eftir uppruna; 2) z er jafnan
rituð, þar sem uppruni vísar til. — Hefur svo verið gjört í
samráði við ýmsa málfræðinga í Reykjavík, sem reynt hafa að
koma sér niður á grundvöll stafsetningar, er allir mætti við
una. Munu tillögur þeirra bráðum koma fram.
Á árunum 1927 til 1929 kom út tímaritið Vaka, en að því stóðu
þjóðkunnir rithöfundar. Einn í þeirra hópi var Sigurður Nordal. í
48 íslenzk lestrarbók 1400—1900 (Reykjavík 1924), VII,—VIII. bls.
ÍSLENZK TIJNCA 8