Íslenzk tunga - 01.01.1959, Síða 116
114
JÓN AÐALSTEINN JÓNSSON
fyrsta hefti tímaritsins ræðir hann um stafsetningu þess, og er rétt að
birta þá greinargerð í þessu yfirliti. Sigurður segir:49
Það þykir hlýða að gera hér stuttlega grein fyrir stafsetn-
ingarreglum þeim, er farið verður eftir í þessu tímariti, að svo
miklu leyti, sem þær eru frábrugðnar stafsetningarreglum
blaðamanna frá 1898 og stjórnarstafsetningunni frá 1918. En
það eru þær í þeim þrem atriðum, er nú skal greina (og þó í
1. og 2. atriði að mestu samkvæmar blaðamannastafsetningu):
1) Rita skal yfirleitt é, þar sem nú er borið fram je, hvort
sem þar er um að ræða fornt é eða fornt e, sem lengzt hefur,
t. d.: lét, vér, hérað.
Aftur á móti skal rita je, þar sem til eru í sama orði hlið-
stæðar myndir með ja eða jö: kveðjendur (kveðjandi), fjend-
ur (fjandi), smjer (smjör), mjel (mjöl). í upphafi erlendra
nafna skal og rita je: Jens, Jerúsalem, Jesús.
A eftir g og k skal aldrei í sömu samslöfu rita é né je, heldur
e: geta, gera, ket.
2) Rita skal z fyrir upprunalegt ds, ðs, ts, bæði í stofni og
endingum, þar sem fornmenn rituðu z og tannstafurinn (d, ð,
t) er fallinn burt í framburði: lenzka, gæzka, vizka, kallizt,
hallazt, snúizt. Þar sem tt fer á undan st skal rita tzt: flutzt
(flutt-st), hitzt.
3) Rita skal samkvæmt uppruna tvöfaldan samhljóð á undan
samhljóði, að minnsta kosti þar sein tvöfaldur samhljóður
kemur enn fyrir í sama orði eða skyldum orðum: kenndi
(kenna), innstur (innri), dyggð (dyggur), bögglar (böggull),
krypplingur (kryppa), offra (offur), menntir (mann), heppni
(heppinn).
Þess skal getið, að reglur þessar eru samþykktar af ýmsum
kennurum og málfræðingum, eftir tillögum nefndar, er kosin
var vorið 1924 til þess að rannsaka grundvöll íslenzkrar staf-
setningar. í nefndinni áttu sæti þeir dr. Alexander Jóhannes-
son, dósent í íslenzkri málfræði, Einar Jónsson, íslenzkukenn-
ari Stýrimannaskólans, og Jakob Jóhannesson Smári, íslenzku-
kennari Menntaskólans. Hér er ekki rúm til þess að prenta
49 „Stafsetning," Vaka; Timarit handa íslendingum, I (1927), 105.—106. bls.