Íslenzk tunga - 01.01.1959, Side 120
118
JÓN AÐALSTEINN JÓNSSON
stæðingar stafsetningarinnar frá 1929 gerðu hann að eins konar
persónugervingi hennar, enda þótt hann hefði engan þátt átt í setn-
ingu hennar og einungis gegnt dyggilega því starfi, er honum var
trúað fyrir, þ. e. að kenna hina lögboðnu stafsetningu.
í sambandi við framburðarrannsóknir sínar komst Björn smám
saman á þá skoðun, að sveigja bæri stafsetninguna „til muna í fram-
burðar átt, — ekki með barnalegu fikti við einn staf, heldur með
samræmdum víðtækum aðgerðum,“ eins og hann komst að orði í há-
skólafyrirlestri um þetta efni 1946, er birzt hefur á prenti,52 svo að
óþarft er með öllu að rekja efni fyrirlestrarins hér.
Niðurstöður Bjöms Guðfinnssonar voru þær, „að íslendingar
muni aldrei sættast heilum sáttum við núgildandi stafsetningu“ og
breyting þess vegna óumflýjanleg. „En á undan slíkri stafsetningar-
breytingu,“ segir hann (s. st.), „verður að fara samræming fram-
burðarins í öllum aðalatriðum. Annars byggjum við hús okkar á
sandi. Þetta er höfuðatriði, og sá, sem lætur sér ekki skiljast það,
skilur í rauninni ekki mikið af því, sem máli skiptir.“
Nokkrar umræður urðu um þennan fyrirlestur Björns og tillögur
hans, og lengra náði það ekki, enda féll hann frá fáum árum síðar.
Árið 1952 ritaði dr. Björn Sigfússon háskólabókavörður tvær
greinar í Lesbók Morgunblaðsins.53 Hafði hann áður flutt útvarps-
erindi um sama efni. í greinum þessum leggur Björn til, að dregið
verði til muna úr ýmsum stafsetningarkröfum og z afnumin með öllu,
enda telur hann hana gagnslausa, ef ekki beinlínis til málskemmda.
Hyggur Björn, að næsta stafsetningarbreyting verði eins konar
„sáttaspor, sem minnki bilið milli ritfestu og framburðar“ (98. bls.).
Ekki vill Björn hverfa frá ritun tvöfalds sainhljóða á undan þriðja
samhljóða eftir uppruna, en hins vegar takmarka þá reglu í nokkrum
atriðum. Um y er það að segja, að Björn er andvígur að sleppa þvi
að svo stöddu, en telur eðlilegra að rita flestar tvímyndir með i en y
52 „Samræming íslenzks framburðar og undirbúningur nýrrar stafsetningar,"
Bre-ytingar á framburSi og stafsetningu (Reykjavík 1947), 35. bls.
53 „Ný samræmd stafsetning. Tillögur og röksemdir," Lesbók Morgunblaðs-
ins, 1952, 97.-99., 104.—105. og 112,—116. bls.