Íslenzk tunga - 01.01.1959, Page 121
SAGA 1 SLENZKRAR STAFSETNJNGAR
119
og eins þau orð, sem vafi leikur á um ritháttinn. Á þann veg vill hann
fella y niður úr fjölda orða, sem nú er venja að stafsetja með y.
Rekur hann hugmyndir sínar um það efni og setur fram reglur.
Umræður urðu að sjálfsögðu um þessar tillögur meðal kennara og
inálfræðinga og skoðanir skiptar sem áður. Á fundi í Félagi íslenzkra
fræða var rætt um stafsetningarmálið og tillögur Björns Sigfússonar,
og má sjá í fundargerðarbók félagsins, að fundarmenn voru ekki á
eitt sáttir. Engar ályktanir voru gerðar, en þeir munu hafa verið
fleiri, sem vildu fara gætilega í sakirnar og helzt engu breyta. Ekki
urðu langæjar umræður um tillögur Björns, og siðan hefur þessum
málum ekki verið hreyft.
Þegar þetta er skrifað, er núgildandi stafsetning orðin 30 ára og
hefur festst allvel í sessi. Ekki er það þó af því, að menn hafi verið
alls kostar ánægðir með hana í einstökum atriðum, heldur af því, að
þeir hafa ekki getað komið sér saman um nýjar leiðir. Auk þess er
langflestum ljóst, hvers virði það er í raun og veru að hafa eina og
sömu stafsetningu, þótt skoðanir séu skiptar um ýmis atriði, enda
verður seint gert svo, að öllum líki.
OrSabók Háskóla lslands,
Rcykjavílc.