Íslenzk tunga - 01.01.1959, Page 123
BOÐHÁTTUR UM ATBURÐI LIÐINS TÍMA 121
ek mynda verða allra manna elzlr; mun þat við bera, ef vit
erum eigi báðir á þingi, at þú munt fara allr í trollhendr.“
Bandamanna saga, íslenzk fornrit, VII, 353—354, kap. 10.
Hér hefur Hermundur líka lokið sínum munni í sundur áður en
honum er boðið að gera það.
„Þú munt reiðask þó,“ sagði konungr. „Mæl heill, herra,“
segir Hreiðarr, „eða hvé langt mun til þess?“ „Eigi veit ek þat
g9rla,“ segir konungr; „helzt á þessum vetri, at því er ek get
til.“ Hreiðarr mælti: „Seg heill spgu.“ Konungr mælti: „Ertu
npkkut hagr?“ Hreiðarr segir: „Aldrigi hefi ek reynt, má ek
því eigi vita.“ „Til þess þœtti þó ekki ólíkligt,“ segir konungr.
„Seg heill spgu,“ kvað Hreiðarr; „svá mun vera jafnt þegar,
er þú segir þat.“
Hreiðars þáttr, íslenzk fornrit, X, 252 (= Morkinskinna, útg. C.
R. Ungers, Kristiania 1867, 39).
Konungur hefur þegar talað í bæði skiptin.
„Þú bautt mér hólmgpngu í sumar á alþingi, ok þótti þér sú
ekki reynd verða. Nú vil ek þér bjóða, at vit farim báðir á
brott af íslandi og útan i sumar og gangim á hólm í Nóregi;
þar munu eigi frændr okkrir fyrir standa.“ Gunnlaugr svarar:
„Mæl drengja heilastr, ok þenna kost vil ek gjarna þiggja, . . .“
Gunnlaugs saga ormstungu, fslenzk fornrit, II, 98.
Þetta dæmi er mjög skýrt, svo sem hin fvrri. Hrafn býður Gunn-
laugi til hólmgöngu í Noregi og tekur Gunnlaugur því boði og segir:
„Mæl...“
En er þeir fóru utan um Steinbjörg, hljóp fram maðr einn
[fyrir aðra menn; hann var bæði mikill ok sterkr, [ok hafði
mikinn trélurk um öxl, ok ekki vápn annat. [Þá mælti Ozurr
prestr; hvert villtu maðr, eða hví hleypr þú svá með trélurk-
inn? hvar eru vápn þín? annan veg er at berjast við Erlíng
jarl, en þriskja korn; þar má vel hafa lurk til. Þessi maðr hét
Eyvindr. Hann svarar: vápn þau, er ek ætla at berjast með,
munu koma ímót mér or bænum, ok jarlsmenn fara enn með
þau. Þá mælti Hjarrandi hviða: mæl þú allra drengja heilastr.
þú mant vera góðr maðr.