Íslenzk tunga - 01.01.1959, Blaðsíða 125
BOÐHÁTTUR UM ATBURÐI LIÐINS TÍMA
123
Grís þá greppr at ræsi
gruntrauðustum dauðan,
Njprðr sér bcjrg á borði
bauglands fyr sér standa.
Runa síður lítk rauðar
ræðk skjótgcjru kvæði
rana hefr seggr á svíni
send heill, konungr, brenndan.
Sneglu-Halla þáttr, íslenzk fornrit, IX, 274—275.
Þetta er sérstaklega skemmtilegt og lærdómsríkt dæmi vegna alls
þess sem gerist frá því er konungur sendir runann og þar til að Halli
loks skipar honum að senda hann.
Þetta er eina dæmið úr fornum kveðskap sem mér er kunnugt um,
og í Lexicon Poeticum er engin samsvarandi dæmi um armr að finna.
Gæti þetta bent til þess að samböndin með armr, sem dæmi verða
gefin um hér á eftir, væru síðar mynduð.
Nú er komið að dæmutn um armr í sambandi við höggva, leggja,
skjóta, vera, jara, geja, jlýja, gleipa.
Þá hljóp at Áslákr Fitjaskalli ok hjó með 0xi í hgfuð
Erlingi, svá at stóð í heila niðri. Var þat þegar banasár. Lét
Erlingr þar líf sitt. Þá mælti Óláfr konungr við Áslák: „Hpgg
þú allra manna armastr. Nú hjóttu Nóreg ór hendi mér.“
Áslákr segir: „Illa er þá, konungr, ef þér er mein at þessu
h9ggvi • • •“
Heimskringla, II, íslenzk fornrit, XXVII, 317, kap. 176.
Þetta er sýnilega liðinn boðháttur.
í Ólafs sögu Snorra hinni sérstöku er dæmi þetta alveg eins (Saga
Olajs konungs ens helga, útg. P. A. Munchs og C. R. Ungers, Kristi-
ania 1853, 184).
Þá hpggr Arngrímr til hans í hpfuðit, svá at hann fekk bana
þegar. Þá gekk húsfrúin hjá honum ok mælti: „Ilggg þú
manna arinastr; þetta eru ráð þér vitrari manna, en frá þessum
degi skal ek aldri þín kona vera.“
Víga-Glúms saga, íslenzk fornrit, IX, 68, kap. 21.
Alveg sams konar og fyrra dæmið. ,
Þa hæimti Þorualldr fe sitt af fiskimanne, en hann suarar