Íslenzk tunga - 01.01.1959, Qupperneq 127
BOÐHÁTTUK UM ATBURÐI LIÐINS TÍMA 125
Þetta er hins vegar ekki skýrt dœmi og er kannske einfaldur boð-
háttur; Egill var ekki farinn.
Ok er Svartr sér athöfn Jökuls, slær hann þegar til hans með
rekunni ok í sundr spjótskaptit milli handa Jökli. Jökull bað
hann fara þræla armastan [bein ræða: Far þú .. .].
Finnboga saga ramma, íslendinga sögur, IX, 338, kap. 32.
Alveg sams konar og fyrra dæmið; líklega einfaldur boðháttur. í
þessum tveimur dæmum er óbein ræða.
Þórhallr hafði róit umhverfis skútuna. Bjargey hafði poka
ngkkurn í hendi ok veifði umhverfis skútuna. Ok er hon hefir
at ggrt slíkt er hon vildi, þá fleyta þau í árum ok róa brott,
slíkt er þau mega. Þá mælti Þorbjgrn: „Kvinna grmust farandi
[= „Far þú allra kvinna prmust11?], ok skulum vér þegar róa
eptir þeim ok drepa hann, en meiða hana.“
Hávarðar saga Isjirðings, Islenzk fornrit, VI, 316, kap. 8.
Þetta er heldur ekki skýrt dæmi og væri kannske einfaldur boð-
háttur ef í 2. persónu væri.
Þat er sagt at Siguallda uar ordit kallt j elinu ok gripr til
ara ok uill lata ornna ser en annarr madr settizst vid stiornn.
ok er Uagnn hafde quedit uisuna ok suarat Siguallda þa fleygir
hann spioti eftir Siguallda ok ætlade at hann munde vid stiorn-
ina. en sa hlaut sendingina er styrde ok kom a hann midiann
ok j gegnum hann. Þa mællti Uagnn til Siguallda at hann
skyllde flyja manna armazstr [bein ræða: Flý þú . . .].
Jómsvíkinga þátlr, Flateyjarbók (1859), I, 194, kap. 156.
Þetta virðist mér aftur vera liðinn boðháttur. Sigvaldi „flýr“ fyrst
og eftir það skipar Vagn honum að flýja.
Sömu sögn er að finna í Jómsvíkinga sögu (Fornmanna sögur, XI,
141, kap. 44), en þó er sá munur að þar stendur: þá mœlti hann [þ. e.
Vagn] til Sigvalda, al hann slcyldi jara manna armastr.
Sama sögn er einnig í Heimskringlu I (íslenzk fornrit, XXVI, 283,
kap. 41), en orðuð nokkuð á annan veg. Þar stendur: Vagn Ákason
kallaði á hann, bað liann eigi flýja.
[Hallbera] mælti: „Sittu heill, Glúmr, en ekki er nú hér
lengr at vera; komit hefi ek nú eldi á Þverárland, ok geri ek