Íslenzk tunga - 01.01.1959, Side 128
126
STEFÁN EINARSSON
þik nú á brott með allt þitt, ok er helgat landit Einari, syni
mínum.“ Glúmr reis upp þá ok mælti, at hon skyldi gleipa kerl-
inga grmust [bein ræða: Gleip þú ...].
Víga-Glúms saga, íslenzk fornrit, IX, 89, kap. 26.
Þetta mun líka vera liðinn boðháttur.
í Orðabók Blöndals (bls. 309 og 833) eru nokkur dæmi, sum
merkileg og ný. Gamalt er njótið heilir handa og mœltu manna heil-
astur, en þótt merkilegt sé er þar ekkert dæmi um armur í þessu sam-
bandi (ekki mœl þú manna armastur). Það nýja sem hanh hefur, er
haj þú sæll gert og virðist þetta vera boðháttur núliðinnar tíðar.
í fornensku eru sagnirnar néotan og brúcan sömu merkingar og
njóta í íslenzku, en, því miður, segir Hróðgár við Béowulf eftir víg
Grendels ekki néot þú hál honda, sem mundi negla merkinguna við
liðið afrek, heldur segir hann:
Brúc ðisses béages, Béowulf léofa
hyse mid hæle ond ðisses hrægles néot
þ. e. „Njót þessa baugs, Bjólfr ljúfi, rekkur með heill, og njót skikkju
þessarar.“ Og er það venjulegur boðháttur.
Vera má að fleiri dæmi komi í leitirnar í íslenzku, en tæplega í
hinum germönsku málunum. Þetta er líklega íslenzkur gróður.
Það sem einkennandi er fyrir þessa notkun boðháttar er að í öllum
dæmunum er felldur dómur í viðurlagslýsingarorðunum um verkn-
aðinn sem í sögnunum felst. Þessi dómur er afleiðing af verknaðin-
um, og það er hann sem Ijær boðháttum nútíðar merkingu liðinnar
tíðar.
Departmcnt of English,
The Johns Hopkins IJniversity,
Baltimore — 18, Md.