Íslenzk tunga - 01.01.1959, Síða 130
128
DOKTORSVÖRN
beri beztan stíl né heldur hverjar aðferðir séu heppilegastar til að
rannsaka stílgæði. Höfundur hefur valið sér þann grundvöll að rann-
sókn sinni að athuga notkun aukasetninga í íslenzku og gildi þeirra
í stíl. Nú liggur í augum uppi að ætti slík rannsókn að ná til allra
íslenzkra bókmennta mundi þurfa til hennar margar bækur, enda er
höfundi það vitanlega ljóst. Ifann hefur því lagt megináherzlu á tvo
þætti: annars vegar notkun aukasetninga í nútímamáli, hins vegar
uppruna aukasetninga í elzta ritmáli íslenzku. Þessir meginþættir eru
síðan tengdir saman með nokkrum dæmum frá öðrum tímum íslenzks
ritmáls, í þeim tilgangi að stikla á stærstu steinunum í þeirri þróun
sem orðið hefur frá fornu máli til hins nýja.
Þessari vinnuaðferð fylgja ýmis vandkvæði, sem hafa óneitanlega
sett svip sinn á bókina. Mér er nær að halda að vænlegra hefði verið,
til þess að komast að öruggari niðurstöðum, að binda rannsóknina
sjálfa við eitthvert ákveðið tímabil í íslenzkum bókmenntum, þar sem
hægara hefði verið að fá víðtæka yfirsýn um málvenju, og reyna að
skýra fyrirbrigðin framar öllu út frá málvenju samtíðarinnar. Þetta
gerir höf. að verulegu leyti þar sem hann ræðir um nútímamál, en
ekki þar sem um eldra málsstig er að ræða. Skýringar á einstökum
atriðum sem reistar eru á sögulegum forsendum geta verið varasamar
ef hvert atriði er athugað út af fyrir sig í langskurði gegnum margar
aldir, en ekki í samhengi við kerfi málsins á ákveðnum tíma. Hér er
sem sé um að ræða mismuninn á díakrónískri og synkrónískri lýs-
ingu málsins.
í þessari bók eru þær skoðunaraðferðir sem nú voru nefndar ekki
nógu vel aðgreindar. Upprunasjónarmiðið — ættrakning einstakra
tenginga og upphaf aukasetninga — sem mest ber á í sögulegu köfl-
unum, er ekki til þess fallið að skapa samanburðargrundvöll við lýs-
ingu á nútímamáli frá samtíðarsjónarmiði. Þess vegna verður sam-
hengið milli sögulegu þáttanna og samtímalýsingarinnar dálítið
slitrótt og vinnuaðferðir sundurleitar. Hins vegar má að vissu leyti
láta sér skiljast ástæður höfundar til þessara vinnubragða. Höf. er
enginn nýjungamaður í setningafræði, hvorki í skoðunum né rann-
sóknaraðferðum. Hann fetar troðnar slóðir í þessari fræðigrein,