Íslenzk tunga - 01.01.1959, Side 131

Íslenzk tunga - 01.01.1959, Side 131
DOKTORSVORN 129 styðst við hefðbundnar kenningar fyrri manna og virðist lítt eða ekki hafa orðið fyrir áhrifum af þeirri gagnrýni á fyrri kenningum og vinnubrögðum í setningafræði sem víða hefur komið fram á síð- ustu áratugum. Það má vissulega virða höfundi til nokkurrar vor- kunnar, því að í þessum efnum er heldur bágborið samkomulag meðal yngri fræðimanna, nema um það eitt að gagnrýna kenningar hinna eldri, enda er höf. ekki einn um að hafa beitt hinum gömlu aðferðum á síðari árum. Þó virðist mér að hann hefði að skaðlausu mátt gefa meiri gaum ýmsum ritum síðari manna en raun er á orðin, og má þar til aðeins nefna af þeim ritum sem hann vísar sjálfur til, bækur og ritgerðir eftir Otto Jespersen, Aage Hansen og Paul Diderichsen. Höf. heldur sig við hefðbundnar nafngiftir á hugtökum sem hann notar, og er það í sjálfu sér ekki aðalatriði né ámælisvert. Hitt er þó nauðsynlegt að láta þessar nafngiftir ekki villa sér sýn, gera sér Ij óst hvað á bak við þær felst. Höf. segir á bls. 1: „Aukasetning er . . . í rauninni setningarhluti í setningu þeirri, er hún tengist við.“ Um þetta eru allir sammála. En af því leiðir ekki að aðalsetningar séu endilega merkilegri, þýðingarmeiri eða sjálfstæðari en aukasetningar. Að því leyti eru heitin ocTaisetning og eruArasetning algjörlega villandi, enda hafa margir málfræðingar hafnað þeim með öllu. Mörg aðal- setning er ekki fullkomin málsgrein nema með því að ein eða fleiri svonefnd aukasetning sé tengd henni sem setningarliður, og margoft er aukasetningin aðalatriði í málsgreininni. Þetta er höfundi auð- vitað ljóst, en stundum virðist heitið au/casetning hafa leitt hann út í óheppilegt orðalag. T. d. segir á bls. 1: „Aukasetningar skýra og ákvarða á margan hátt. Hver aukasetning ákvarðar setningu þá, er hún tengist við.“ Þetta á vitanlega við um margar aukasetningar, en engan veginn allar, svo sem fallsetningar er standa sem frumlag eða andlag. Á bls. 2 stendur: „En er málið ]já ætíð skýrast og Ijósast, er margar aukasetningar eru hafðar til að skýra það, er skýra skal? Ejarri fer því. Þvert á móti er mál oft þeim mun skýrara, sem færra er um aukasetningar." Þetta er næsta hæpin fullyrðing. Með henni er í rauninni sagt að aukasetningar séu „et nódvendigt onde“, sem 9 ISLENZK TUNGA
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Íslenzk tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.