Íslenzk tunga - 01.01.1959, Síða 132

Íslenzk tunga - 01.01.1959, Síða 132
130 DOKTORSVÖRN bezt sé að forðast eftir megni. Þetta sjónarmið er höf. helzt til ríkt í huga, og það kemur fram hvað eftir annað í bókinni, ekki sízt í túlk- unum höfundar á dæmum úr ritum í síðasta kaflanum. Hér er ekki ætlunin að deila um smekk; en það sem er rannsóknarefnið og fróð- legast að fá vitneskju um, er hvernig aukasetningar eru eða hafa verið notaðar, ekki hvernig á að komast hjá þeim. Fyrst er að mynda sér skoðun um notkun þeirra og tíðni í ýmsum stíltegundum, síðan er hægt að ræða um orsakir þeirra og sögu. Hitt er í raupinni spurn- ing sem er allt annars eðlis, hvort fari betur á einhverjum tilteknum stað, aukasetning ellegar annað orðalag. Hér á eftir verður drepið á nokkur einstök atriði, einkum úr hin- um sögulegu þáttum bókarinnar. Þess er rétt að geta í upphafi að prentvillur eru óþarflega margar, og sumar þeirra leiðar, eins og rangfærslur á bókatitlum í heimildaskrá og á stöku stað í texta. En hér skal ekki farið út í sparðatíning í því efni. í fyrsta kafla bókarinnar („Um upphaf og þróun aukasetninga“) er gerð grein fyrir uppruna aukasetninga og tenginga, og er þar saman kominn drjúgur fróðleikur. Höf. hefur athugað bæði rúna- ristur og ýmis gömul rit íslenzk og norræn og safnað sér úr þeim alhniklum efnivið, auk þess sem hann hefur hagnýtt sér margvíslegt efni sem dregið hefur verið saman í handbókum og sérrannsóknum á einstökum atriðum. Grundvallarsjónarmið hans er hin hefðbundna kenning að í upphafi hafi engar aukasetningar verið til, heldur að- eins aðalsetningar, og að tengingar séu til orðnar úr orðum af öðr- um orðflokkum. Víst er um það að sú kenning stendur í flestum eldri handbókum í setningafræði, og skal ekki lasta höfundinn þó að hann fylgi henni. Allt um það hefði ekki sakað að benda á að kenningin er ekki eins örugg og margir vilja vera láta, enda hafa ýmsir orðið til að bera brigður á hana. Samkvæmt eðli sínu er hún ósannanleg, því að í öllum elztu málleifum indóevrópskra mála eru til aukasetningar, og hún sannast ekki af því að hægt er að sýna fram á að aukasetningar hafa orðið til úr aðalsetningum á sögulegum tíma í einstaka tilvikum. Hér er því ekki um annað að ræða en til- gátu, sem allt eins getur verið eins konar óskhyggja, af því að menn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Íslenzk tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.