Íslenzk tunga - 01.01.1959, Page 134
132 DOKTORSVÖRN
flokknum „Setningar af samanburðarstofni11. Þetta er auðvitað lítið
atriði, en hins vegar torvelt að sjá hvað veldur.
Veigamesti þátturinn í þessum kafla snýst um setningar af tilvís-
unarstofni, enda hafa um það efni veriö ritaðar margar bækur. Höf.
leggur áherzlu á að færa að því rök að tilvísunarorðið es/er hafi
þróazt úr stirðnuðu nefnif. kk. eint. af ábendingarfornafni, og að til-
vísunarsetningar — eða að minnsta kosti sumar tegundir þeirra —
hafi því upphaflega verið hliðstæðar aðalsetningar, og kemur hér
enn að kenningunni um upphaflegt eðli hliðskipunar. Höf. ræðir
nokkuð helztu kenningar sem uppi hafa verið um þetta efni, og
leggsl einkum á móti skoðun Gustafs Lindblads um það sem hann
kallar relativkomplexet, þ. e. að ábendingarfornafnið sá hafi upp-
haflega verið hluti af tilvísunarsetningunni og engin tenging hafi
fylgt því í upphafi þegar tilvísunarsetningin var fallsetning. Nú er
enginn vafi á því að ábendingarfornafn sem undanfari tilvísunar-
setningar (korrelat) er mjög nátengt aukasetningunni, en um það
hefur verið deilt af kappi hvort það tilheyrði fremur aðalsetningunni
eða aukasetningunni. Niðurstaða höfundar er ekki nógu ljós þegar
hann segir (bls. 13) að sér virðist skoðun Lindblads ósennileg, en
telur líklegri skoðun Holgers Johansens að ábendingarfornafniö hafi
tilheyrt aðalsetningunni. En síöan vitnar hann í Paul Diderichsen
sem hallast að þriðju kenningunni, um jœllesleddet, og segir svo:
„Þessi skoðun virðist mér um margt sennileg og tel því líklegast . . „
að sá hafi ekki verið fast bundið tilvísunarsetningunni, heldur hreyf-
anlegt, eftir því sem á stóð hverju sinni.“ Þessi niðurstaða kemur
að minnsta kosti ekki heim við skoðun Johansens, og ekki veröur
séð hvort höf. aðhyllist kenningu Diderichsens um fœllesleddet í öll-
um atriðum. Annars hefur höf. orðið á leiður misskilningur þegar
hann vitnar í Diderichsen, þar sem segir: „En Diderichsen bendir á
þriðja kostinn og vitnar þar til rits Neckels: Fœllesledet [svo!~\, að
fornafnið teljist til beggja setninganna.“ En Diderichsen segir (bls.
158): „Men Johansen overser ganske en tredje Mulighed, der med
stor Klarhed og Konsekvens er udviklet i Neckels betydningsfulde
Skrift: Fællesleddet, der ... hyppigst staar i samme Forhold til