Íslenzk tunga - 01.01.1959, Page 135
DOKTORSVORN
133
begge Verber, ..Rit Neckels, seni Diderichsen vitnar oft í og
nefnir því ekki sérstaklega á þessum stað, heitir 1) ber die altgerman-
ischen Relativsátze, en jœllesleddet er heiti Diderichsens á korrelat-
inu í þessum setningum. Annars hefði höf. mátt gera betur grein
fyrir skoðun þeirra Neckels og Diderichsens, einkum þeim þætti
hennar sem Diderichsen hefur athugað sérstaklega, en það er afstaða
ábendingarfornafnsins til sagnanna í hvorri setningu um sig. í
Skánsku lögum kom í ljós að afstaðan til beggja sagna var oftast hin
sama, og þá er eðlilegt að tala um jœllesled, sem oftast stendur í
samstöðu við tilvísunarorðið, og verður ekki ákveðið í hvorri setn-
ingunni það á heima. En í þeim tilvikum þegar sögnin í aðalsetning-
unni tók ineð sér þágufall eða eignarfall, en í aukasetningunni nefni-
fall eða þolfall, þá dregst ábendingarfornafnið inn í aðalsetninguna.
Þessa hlið málsins hefur höf. ekki athugað, en það er skaði, því að
samstaðan ein er ekki aðalatriði. Þess vegna er ekki nógu mikið gagn
að töflunni á bls. 14, þó að hún sýni vissa hluti. Munurinn á sá er
og sá, er er nefnilega einskis virði ef ekkert er vitað um afstöðu orð-
anna til sagnanna í hvorri setningu um sig, því að við erum harla
ófróðir um hvar setningaskilin hafa verið í framburði fornra höf-
unda, nema það sem hægt er að álykta af afstöðu fornafnanna í setn-
ingunni.
Annað atriði í töflunni á bls. 14 iná benda á. Höf. segir réttilega
að fátítt sé að sá standi með mannanöfnum sem tilvísunarsetning er
tengd við. Þegar dæmin í íslendingabók eru athuguð sést að af 16
dæmum um es/er án þess að ábendingarfornafn sé korrelat, eru 13
á eftir mannsnafni. Að er eitt sér er svo lang-sjaldgæfast í Kristinna
laga þætti Grágásar kemur vafalítið af því að þar er næsta lítið um
mannanöfn, og verður þá líkt um hlutföllin í íslendingabók og
Kristinna laga þætti í þessu efni.
Þriðja atriði í töflunni sem ástæða væri til að athuga betur er
dálkurinn sá . .. er. Þar er a. m. k. helmingur dæmanna í íslb. sá +
eitt nafnorð -j- er, þ. e. sambönd eins og sá maðr er, en slík sambönd
eru mjög algeng í sögutextum og ekki langt milli þeirra og algerðrar
samstöðu, því að mjótt er á mununum hvort stendur maðr sá er eða