Íslenzk tunga - 01.01.1959, Síða 136
134
DOKTORSVÖRN
sá maðr er.2 Vafalaust er að algengara verður í síðari ritum að sá
heyri til aðalsetningu, en einmitt þess vegna verður að treysta var-
lega handritum íslendingasagna, sem oftast eru allmiklu yngri en
frumrit og hafa getað breytt orðaröð.
Höf. leggur á það áherzlu, eins og áður var sagt, að tilvísunar-
orðið es/er sé stirðnað nefnif. af ábendingarfornafni, og færir til
þess einkum tvenn rök: (1) að nefnifallsstaða tilvísunarorðs sé
algengust í rúnaristum, og (2) að menjar finnist í sænskum rúna-
ristum um es sem anafórískt fornafn. Þessu tvennu verður ekki á
móti mælt, en ég sé ekki að það sanni það sem höf. vill. Rúnaristur
eru mjög í föstum formúlum, og af eðlilegum ástæðum eru tilvís-
unarsetningar í þeim tíðastar með nefnifallsstöðu tilvísunarorðs.
Höf. bendir auk þess á að í dróttkvæðum komi tilvísunarorð fyrir í
annarri fallstöðu löngu fyrr en í rúnaristum. Skýring höfundar er sú
að breytingin úr nefnifallsnotkun hafi fyrr fest rætur í bundnu máli,
en sú skýring þykir mér ekki sennileg, því að litlar líkur eru til þess
að slík nýjung hefði fyrst komið upp í kveðskap. Málbreytingar af
þessu tagi byrja venjulega í talmáli og breiðast þaðan til formfastara
máls eins og kvæða. Sé hugmyndin um jœllesleddet rétt, sem mér
virðist sennilegast, er eðlilegt að nefnifallsstaða sé algengust í ein-
földum setningum, þar sem korrelatið hefur sömu afstöðu til sagnar-
innar í aðalsetningunni og tilvísunarorðið í aukasetningunni. En úr
því að hægt er að tengja korrelat og tilvísunarorð við sína sögnina
á hvorn veginn, þá er ekkert því til fyrirstöðu að hægt hafi verið
mjög snemma — þ. e. á málsstigi sem við getum ekkert um vitað —-
að nota tilvísunarorð í annarri fallstöðu en nefnifalli. í sömu átt
bendir eindregið að es/er getur vísað til annarra orða en fornafns
eða nafnorðs, þ. e. til atviksorða. Það þýðir að atviksorð gat verið
jœllesled. Á eftir staðaratviksorðum er erfitt að hugsa sér upphaflegt
nefnifall; þar er eðlilegast að gera ráð fyrir tilvísunarorði sem
dregið sé af annarri fallmynd (eignarfalli eða locativus). Mér finnst
2 Sbr. athuganir G. Lindblads, Relativ satsjogning i de nordiska jornspraken
(Lundastudier i nordisk spr&kvetenskap, I; Lund 1943), 46—47.