Íslenzk tunga - 01.01.1959, Qupperneq 139
DOKTORSVORN
137
óákveðnar tilvísunarsetningar (sem hann kallar spurnar-tilvísunar-
setningar, bls. 56), þ. e. setningar sem hefjast á fornafni eða atviks-
orði af /ru-stofni að viðbættu tilvísunarorði. Eðlilegt hefði mátt virð-
ast að flokka hér einnig eiginlegar tilvísunarsetningar með hv-ior-
nöfnum, en um þær hefur verið talað áður. Tilvísunarorðið gefur
þessum setningum almenna og óákveðna merkingu, en út í hött er að
kalla þær spurnarsetningar. „En hvatki er missagt er í frœðum þess-
um“ verður trauðla kölluð spurnarsetning.
Höf. tekur upp gagnrýnislaust hina gamalkunnu kenningu um að
samtengingin at sé komin af fornafninu Jrnt, og að œf-setningar séu
komnar af upphaflegri hliðskipun í samböndum eins og „Ég sá það:
Hann er kominn“ (hls. 58). Að skaðlausu hefði mátt nefna að þessi
kenning hefur verið gagnrýnd og bent á alvarlega annmarka á henni,
m. a. í bók Pauls Diderichsens. Hann bendir á að slíkt þat, sem eins
konar fulltrúi andlagssetningar, er ákaflega sjaldgæft, og í öðru lagi,
að það hefði orðið að standa á setningaskilum og áherzlulaust til
þess að það gæti orðið að at, en þar sem það komi fyrir í tilsvarandi
stöðu í varðveittum heimildum standi það sjaldnast í þeirri stöðu,
heldur framar í aðalsetningu og með áherzlu. Getgátur um uppruna
eru ekki mikils virði í þessu sambandi, eða eins og Diderichsen segir:
„en Rekonstruktion af en prælitterær Udviklingshistorie . .. savner
ethvert blot nogenlunde sikkert Holdepunkt“.7 Diderichsen bendir á
að tengiorðið í varðveittum heimildum heyri til aukasetningunni, og
að það verði ekki sannað að það hafi haft ábendingarmerkingu,
heldur standi miklu fremur sem eins konar „greinir“ við setninguna.
Með þessari skoðun er einnig auðveldara að gera sér grein fyrir
öðrum tegundum nð'-setninga, þ. e. atvikslegum setningum sem
tengdar eru atviksorðum í aðalsetningu, eins og svá og þó.
Ekki get ég fallizt á að rétt sé túlkað dæmið á bls. 68: „vér látum
oss eigi sóma fyr ofstopa órum at þola réttan lagadóm af pðrum,
heldr gefum vér ríkismpnnum fé til at þeir efli oss ígegn Iggum11. Hér
er eðlilegra að skilja svo að til sé atviksorð tengt sögninni: að gefa
til, og á eftir kemur tilgangssetning tengd með at. Enda mun til að
7 Sœtningsbygningen, 130.