Íslenzk tunga - 01.01.1959, Side 141
DOKTORSVÖRN 139
sviði aðalsetningar og standa því iðulega á undan henni, án þess að
þær verði fyrir því neitt óhreinar eða ekki í réltu lagi.
Óheppilega er að orði komizt á bls. 92, þar sem segir að spurnar-
merking tengingarinnar e/ sé „vafalaust norrænnar ættar“, en síðan
er því lýst að sarna merking komi fyrir í Beowulf. Hefði þá verið
nær að segja „germanskrar ættar“.
Höf. ræðir um ótengdar skýringarsetningar á bls. 94 og segir að
vera megi að þar sé um að ræða raunverulegt brottfall tengiorðsins
at/að. Vafalaust er þó, að í sumum tegundum setninga eru ótengdar
aukasetningar ævafornar, einkum á eftir sögnum sem tákna vilj a og
frásögn, og er slíkt alkunnugt. Setningar eins og ég vil liann jari eru
áreiðanlega gamlar í mæltu máli, sbr. á latínu volo jacias. Hugleið-
ingar um brottfall tengingar í slíkum setningum eru með öllu óþarf-
ar.
Hér skal ekki farið lengra út í einstök dæmi, heldur vikið fáeinum
orðum að því sem höf. segir um áhrif latínubókmennta á þvi sviði
sem hann fjallar um. A þau er drepið á nokkrum stöðum, en einkum
þó á bls. 96—98 og 150—56. Mest af því sem þar er sagt er góðra
gjalda vert og ekkert við það at athuga, en þó er að mínu viti ekki
lögð nægileg áherzla á eitt atriði sem skiptir meginmáli. Höf. segir
(bls. 97): „Inntak klerkarita er oft rökleiðslur, íhugun og fortölur,
og þarf því oft að nota þar tilgangssetningar; í sögunum er meir
sagt frá staðreyndum; tilganginn verður lesandinn að skilja, ósagð-
an.“ Þetta er rétt, eins langt og það nær; en það sem meira máli
skiptir er að latneski stíllinn rneð allri sinni rökrænu setningaskipun,
sinni margflóknu undirskipun, sínum periodis, mótast af því að ekki
aðeins tilgangur, heldur yfirleitt rökrænt samhengi ræðunnar kemur
beint í ljós í setningaskipun og tengiorðum setninga, þ. e. lesanda er
ekki í sjálfsvald sett að ráða í röktengslin, heldur eru þau sett fram
á öldungis ótvíræðan hátt. Þetta er ekki listrænn stíll, heldur framar
öllu rökrænn, intellektúell. Einmitt þessi tegund stíls er, eins og höf.
bendir réttilega á, mikil andstæða sagnastilsins. En hins vegar hefur