Íslenzk tunga - 01.01.1959, Page 142
140
DOKTORSVÖRN
einmitt þessi latneski intellektúelli slíll haft liýsna mikil áhrif á ís-
lenzkar bókmenntir bæði beint og óbeint, og það kemur skýrt fram
í dæmunum sem tilfærð eru í síðasta kafla bókarinnar.
Þessi áhrif koma til íslands í tveimur bylgjum; hin fyrri kemur
með þýðingarbókmenntum fornaldar, hin síðari með siðaskiptabók-
menntunum, sumpart beint úr latínu, sumpart úr þýzku sem áður var
mótuð af latneskum áhrifum. Þessu hefur höf. lýst í meginatriðum og
dregið fram dæmi úr fornu máli og nýju sem sýna þetta ljóslega. En
söguleg lýsingaraðferð hans á eldra máli íslenzku hefur það í för með
sér að ekki kemur eins skýrt í ljós og verða mætti í hverju munurinn
liggur. Við fáum fremur lítið að vita um það hverjar tegundir auka-
setninga séu tíðari en aðrar í fornu máli. Þess er getið (bls. 67) að
tilgangssetningar séu fátíðar í fornum ritum, og er þar átt við hinn
innlenda stíl. Hins vegar er ekkert sagt um það hvort þær séu algeng-
ari í lærðum stíl. En fróðlegt liefði verið að fá meira að vita um
tíðni annarra tegunda aukasetninga, ekki sízt þeirra sem frekast eiga
heima í þeim stíl sem mest er mótaður af áhrifum hinnar latnesku
undirskipunar. í dæmunum í síðasta kafla bókarinnar má sjá ljós rök
fyrir því að fjöldi aukasetninga er mestur í þeim sýnishornum þar
sem áherzlan er lögð á rökræn setningatengsl. Ég skal þar aðeins
benda á dæmin úr Morðbréfum, Tyrkjaránssögu, Píslarsögu og
Ferðabók Tómasar Sæmundssonar.
Hins vegar horfir málið öðruvísi við ef litið er á önnur dæmi.
Tökum kaflann úr íslb. á bls. 228. í honum eru 8 aukasetningar, allt
tilvísunarsetningar. Engin þeirra er þess eðlis að hún stuðli að rök-
rænum tengslum eða períódubyggingu, flestar eru viðurlög tengd
með sá er og atviksliðir tengdir með þar er (sem). Þetta er að mínu
viti athyglisverðara atriði en bollaleggingar höfundar um að orsak-
anna sé að leita í efnisröðinni.
Svipuðu máli gegnir um dæmið úr Heiðarvíga sögu. Þar koma að
vísu fyrir fleiri tegundir aukasetninga, en megineinkennið er hið
sama: engin rökræn setningatengsl, frásögnin er hröð og aðalsetn-
ingar ráða mestu. Þó er aðgætandi að einu tvær tíðarsetningarnar