Íslenzk tunga - 01.01.1959, Síða 145
Ritfregnir
Carl Hj. Borgström. Innfpring i sprogvidenskap.
Universitetsforlaget. Oslo 1958. X+164 bls. 2 landabréf.
H. A. Gleason Jr. An Introduction to Descriptive Linguistics.
Henry Holt and Company, Inc. New York 1955. X-f-389 bls.
H. A. Gleason Jr. Workbook in Descriptive Linguistics.
Henry Ilolt and Company, Inc. New York 1955. 88 bls.
Asíbasta aldarfjórðungi eða svo liafa orðið meiri grundvallarbreytingar í
kenningum í málvísindum en í flestum eða öllum öðrum greinum hugvís-
inda. Margar þessara breytinga hafa verið mjög umdeildar meðal sérfræðinga
og eru raunar enn, en þó getur lítill vafi leikið á, að flestar horfi þær til nokk-
urra framfara og verði varanlegar, a. m. k. þar til nýjar kenningar leysa þær af
hólmi.
A síðustu árum hafa komið út allmargar bækur, sem ætlað er að kynna þau
viðfangsefni, sem helzt eru nú á döfinni í almennum málvísindum, og þau
sjónarmið, sem rutt hafa sér til rúms á síðustu áratugum, fyrir þeirn, sem áhuga
hafa á málfræði, en eru ekki sérfræðingar í þeirri grein og hafa því ekki haft
tök á að fylgjast með umræðum sérfræðinganna. Meðal þessara bóka eru þær
þrjár, er hér skal rætt lauslega um.
Að því er höfundur fyrstu bókarinnar, Carl Hj. Borgstrpm, sem er prófessor
í indóevrópeískri samanburðarmálfræði við Háskólann í Osló, segir í formála,
er bók hans annars vegar ætluð tungumálastúdentum við Oslóarháskóla, sem
sækja undirbúningsnámskeið í almennum málvísindum, og hins vegar öllum
öðrum, sem áhuga hafa á tungumálum og kynnast vilja grundvallaratriðum
málvísinda.
í inngangi fjallar höf. m. a. stuttlega um hlutverk málvísinda sem sérstakrar
vísindagreinar og sambands hennar við aðrar greinar (hljóðfræði; þjóðfélags-
fræði, þjóðfræði, sagnfræði o. s. frv.; sálarfræði og rökfræði; tölfræði; stærð-
fræði og tæknifræði, einkum að því er lýtur að þeirri fræðigrein, er á ensku
heftir verið nefnd „communication theory“); ennfremur um sögu þessarar vís-
indagreinar; um ýmis grundvallarhugtök (svo sem líffræðilega og félagslega