Íslenzk tunga - 01.01.1959, Page 150
148
RITFREGNIR
llöfundur síðari bókanna, Henry A. Gleason Jr., er dósent í málvísindum við
Hartford Seminary Foundation í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum. Enda þótt
bækur hans og bók próf. Borgstrpms séu skrifaðar í sama tilgangi, þ. e. fyrst
og fremst tii að vera háskólakennslubækur, eru þær þó allólíkar. Titill bókanna
ber það þegar með sér. I orðinu „descriptive" felst, að hér sé aðeins um
sýnkróníska mállýsingu að ræða. Er þetta í samræmi við þá stefnu, sem mikils
er ráðandi í amerískum málvísindum, að leggja höfuðáberzlu á sýnkróníska
máifræði, á kostnað hinnar díakrónísku, sem jafnvel eigi sér engan tilverurétt,
að áliti sumra. I Evrópu hefur hins vegar, eins og alkunna er, alltaf verið lögð
höfuðáherzla á söguleg inálvísindi. Þessi munur stafar eflaust að verulegu leyti
af hinum ólíku viðfangsefnum. I Evrópu hefur aðallega verið lögð stund á til-
tölulega fá mál, sem eru vel þekkt og hafa verið um aldaraðir. Aðalviðfangs-
eíni amerískra málfræðinga hefur hins vegar verið hinn ótrúlegi fjöldi indíána-
mála þar í landi, sem eru gerólík hvert öðru og skiptast, að því er virðist, í
mikinn fjölda óskyldra málaflokka, enda saga þeirra að mestu óþekkt. Þetta
hefur einnig haft þau áhrif, að nánari tengsl hafa myndazt milli málvísinda og
þjóðfræði og menningarsögu vestan hafs en austan. Annað viðfangsefni, sem
allmjög hefur mótað amerísk málvísindi, var þörfin, sem skapaðist á stríðs-
árunum síðari, að kynnast fjölda nýrra og áður að mestu óþekktra tungumála
víðs vegar um heim, þar sem Bandaríkjamenn höfðu herstöðvar, og að kenna
bandarískum hermönnum og öðrum starfsmönnum þau á sem stytztum tíma.
í inngangi ræðir höf. um ýmis höfuðatriði, einkum skiptinguna í „uttrykk“
og „innhold" („expression" : „content"). „The structure of expression", sem er
rannsóknarefni fyrir „dcscriptive linguistics", skiptist síðan í tvennt, „phono-
logy“ (grundvallareind: „phoneme") og „grammar" (grundvallareind:
„morpheme"), sem svara þannig til „fonemikk“ og „morfemikk" í kerfi Borg-
strpms. En rétt er að henda á, að enda þótt höf. aðhyllist skiptinguna í
„expression" og „content", þá er hvergi annars staðar í bókinni rætt nánar um
„the structure of content", enda þótt stuttlega sé mirinzt á þá erfiðleika, sem við
er að etja, á bls. 54—55. Er þetta í samræmi við þá skoðun, sem ýmsir málfræð-
ingar aðhyllast, ekki sízt vestan hafs, og fram kemur hjá höf. (bls. 11), að merk-
ingar séu ekki eitt af rannsóknarefnum málvísinda, heldur feli „descriptive
linguistics" aðeins í sér „the theory of the expression side of languagc“.2
2.—4. kap. fjalla um hljóðkerfi enskrar tungu (2. kap. ber titilinn „English
Consonants"; 3. „Thc English Vowel System"; 4. „English Stress and
Intonation"). 5.—11. kap. fjalla um „grammar" (kaflaheiti: 5. „The
Morpheme"; 6. „The Identification of Morphemes"; 7. „Classing Allomorphs
irito Morphemes"; 8. „Outline of English Morphology"; 9. „Some Types of
2 Sjá t. d. B. Bloch og C. L. Trager, Oulline oj Linguistic Analysis (Balti-
more 1942), 6.