Íslenzk tunga - 01.01.1959, Page 150

Íslenzk tunga - 01.01.1959, Page 150
148 RITFREGNIR llöfundur síðari bókanna, Henry A. Gleason Jr., er dósent í málvísindum við Hartford Seminary Foundation í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum. Enda þótt bækur hans og bók próf. Borgstrpms séu skrifaðar í sama tilgangi, þ. e. fyrst og fremst tii að vera háskólakennslubækur, eru þær þó allólíkar. Titill bókanna ber það þegar með sér. I orðinu „descriptive" felst, að hér sé aðeins um sýnkróníska mállýsingu að ræða. Er þetta í samræmi við þá stefnu, sem mikils er ráðandi í amerískum málvísindum, að leggja höfuðáberzlu á sýnkróníska máifræði, á kostnað hinnar díakrónísku, sem jafnvel eigi sér engan tilverurétt, að áliti sumra. I Evrópu hefur hins vegar, eins og alkunna er, alltaf verið lögð höfuðáherzla á söguleg inálvísindi. Þessi munur stafar eflaust að verulegu leyti af hinum ólíku viðfangsefnum. I Evrópu hefur aðallega verið lögð stund á til- tölulega fá mál, sem eru vel þekkt og hafa verið um aldaraðir. Aðalviðfangs- eíni amerískra málfræðinga hefur hins vegar verið hinn ótrúlegi fjöldi indíána- mála þar í landi, sem eru gerólík hvert öðru og skiptast, að því er virðist, í mikinn fjölda óskyldra málaflokka, enda saga þeirra að mestu óþekkt. Þetta hefur einnig haft þau áhrif, að nánari tengsl hafa myndazt milli málvísinda og þjóðfræði og menningarsögu vestan hafs en austan. Annað viðfangsefni, sem allmjög hefur mótað amerísk málvísindi, var þörfin, sem skapaðist á stríðs- árunum síðari, að kynnast fjölda nýrra og áður að mestu óþekktra tungumála víðs vegar um heim, þar sem Bandaríkjamenn höfðu herstöðvar, og að kenna bandarískum hermönnum og öðrum starfsmönnum þau á sem stytztum tíma. í inngangi ræðir höf. um ýmis höfuðatriði, einkum skiptinguna í „uttrykk“ og „innhold" („expression" : „content"). „The structure of expression", sem er rannsóknarefni fyrir „dcscriptive linguistics", skiptist síðan í tvennt, „phono- logy“ (grundvallareind: „phoneme") og „grammar" (grundvallareind: „morpheme"), sem svara þannig til „fonemikk“ og „morfemikk" í kerfi Borg- strpms. En rétt er að henda á, að enda þótt höf. aðhyllist skiptinguna í „expression" og „content", þá er hvergi annars staðar í bókinni rætt nánar um „the structure of content", enda þótt stuttlega sé mirinzt á þá erfiðleika, sem við er að etja, á bls. 54—55. Er þetta í samræmi við þá skoðun, sem ýmsir málfræð- ingar aðhyllast, ekki sízt vestan hafs, og fram kemur hjá höf. (bls. 11), að merk- ingar séu ekki eitt af rannsóknarefnum málvísinda, heldur feli „descriptive linguistics" aðeins í sér „the theory of the expression side of languagc“.2 2.—4. kap. fjalla um hljóðkerfi enskrar tungu (2. kap. ber titilinn „English Consonants"; 3. „Thc English Vowel System"; 4. „English Stress and Intonation"). 5.—11. kap. fjalla um „grammar" (kaflaheiti: 5. „The Morpheme"; 6. „The Identification of Morphemes"; 7. „Classing Allomorphs irito Morphemes"; 8. „Outline of English Morphology"; 9. „Some Types of 2 Sjá t. d. B. Bloch og C. L. Trager, Oulline oj Linguistic Analysis (Balti- more 1942), 6.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Íslenzk tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.