Íslenzk tunga - 01.01.1959, Side 151
RITFREGNIR
149
Infleclion"; 10. „Synlax"; 11. „Some Inflectional Categories“) og 12.—18. kap.
um „phonology" (kaflaheiti: 12. „The Phoneme“; 13. „Phonemic Analysis“;
14. „Articulatory Phonetics"; 15. „Acoustic Phonetics"; 16. „Interpretations
of English Phonemics"; 17. „Phonemic Systems"; 18. „Phonemic Problems in
Language Learning").
Þessir hlutar bókarinnar eru að sjálfsögðu byggðir á sömu grundvallarregl-
um og í bók Borgstrpms. ASalstarfsaSferSin er hin sama, þ. e. súbstitúsjón, enda
Jiótt jiclta fræSiorS, eSa annaS í jiess stað, komi hvergi fyrir:
The identification of morphemes is done almost wholly by variations
and refinements of one basic teclinique. This is the comparison of pairs
or sets of utterances which show partial contrast in both expression and
content (bls. 66).
Engu að síður er þó nokkur munur í ýmsum atriðum. Þannig greinir t. d.
Gleason fónemin ekki í aðgreinandi þætti, heldur lætur sér nægja að segja, að
hljóð verði að vera „phonetically similar" til að heyra til sama fónems (bls.
162). Að vísu er á einstaka stað talað um „the linguistically significant features
of speech sounds" (bls. 20) eða „some feature of sound which is not phonemic11
(bls. 22), og t. d. á bls. 35—36 og 167—169 má finna frumdrög að greiningu í
þætti. En hér er þó ekki um skipulega kenningu að ræða.
Ilins vegar er farið allnákvæmlega út í ýmis efni, sem annaðhvort er vart
minnzt á í bók Borgströms eða aðeins fáum orðum eytt að. Svo er t. d. um efni
14. kap. („Articulatory Phonetics“) og 18. kap. („Phonemic Problems in
Language Learning“). Sérstök ástæða er til að benda á 15. kap., „Acoustic
Phonetics", sem er einn af beztu yfirlitsköflum, sem til eru, um undirstöðu-
atriði þessarar greinar, sem mjög hefur fleygt fram á árunum eftir síðari heims-
styrjöldina við tilkomu áhalds þess, sem nefnt er ,spektrógraf‘ og ritar tíðni,
styrkleika og tíma hljóðbylgjanna, sem talið mynda, á pappírsrenning (,spektró-
gramm').3 í inngangi að bók Borgstrpms er þó stuttlega minnzt á þessa grein
og myndir af nokkrum spektrógrömmum.
3 Sem annað dæmi um skýra framsetningu á undirstöðuatriðum þessarar
fræðigreinar má nefna Ch. F. Hockett, A Manual of Phonology (Baltimore
1955), 180—211. Þýðing þessarar fræðigreinar fyrir málvísindi var til umræðu
ó 8. alþjóðaþingi málfræðinga í Osló 1957; sjá E. Fischer-Jprgensen, „What
Can the New Techniques of Acoustic Phonetics Contribute to Linguistics?"
Proceedings oj the Eighlh International Congress of Linguistics (Oslo 1958),
433—478, og umræður um þetta efni, 478—499. Bækur eins og R. K. Potter,
G. A. Kopp og IL. C. Green, Visible Speech (New York 1947), eða M. Joos,
Acoustic Phonetics (Language Monographs, XXIII; Baltimore 1948), eru hins
vegar tæplega aðgengilegar öðrum en sérfræðingum. Nýútkomin er Ernst Pul-
gram, Inlroduction to the Spectrography of Speecli (Janua Linguarum, VII;
’s-Gravenhage 1959).