Íslenzk tunga - 01.01.1959, Síða 152
150
RITFREGNIR
Síðustu kaflar bókarinnar heita: 19. „The Process of Communication"; 20.
„Variation in Speech"; 21. „Writing Systems"; 22. „Written Languages"; 23.
„Language Classification"; og 24. „Some Languages and Language Families“.
Sérstaklega ber að benda á 19. kap., sem hefur að geyma eina greinargóða,
stutta yfirlitið yfir undirstöðuatriði „communication theory“, sem til er í mál-
fræðihandbókum, og 21. kap., sem fjallar skilmerkilega og allnáið um samband
talaðs og ritaðs máls. (Á þetta minnist Borgstrpm lauslega í inngangi, bls. 11—
13). Er framsetning efnis í þessum köflum, eins og í bókinni allri, mjög
greinargóð og ljós. Bókinni lýkur á ritverkaskrá, athugasemdum og orðalista
með tilvísunum.
Workbook in Descriptive Linguistics hefur að geyma safn praktískra æfinga
og verkefna, sem ætlazt er til, að notuð séu til æfinga, er bókin er notuð sem
kennsluhók. Að gefa út slíkt „dæmasafn" með kennslubók í almennri málfræði
má segja, að sé einkennandi fyrir amerísk málvísindi, sem hafa, vegna að-
stæðna þeirra, er þau hafa þróazt við, fengið „et konkret og praktisk tilsnitt,"
eins og próf. Borgstrpm kemst að orði í inngangi að bók sinni (bls. 5) og
greinilega kemur fram við lestur hvers kafla í bók Gleasons.
Er því hægt að mæla með hvorri bókinni, sem er — en þó sérstaklega báðum
saman, þar sem þær bæta hvor aðra upp í ýmsum þýðingarmiklum atriðum —
við hvern þann, er vill kynna sér viðfangsefni og vandamál almennra málvísinda.
Eru þetta tvímælalaust aðgengilegustu og skýrustu bækur af sínu tæi, sem nú
er völ á.
HREINN BENEDIKTSSON
Háskóla íslands,
Reykjavík.
Gösta Holm. Syntaxgeograjiska studier över tvá nordiska verb.
Uppsala universitets ársskrift 1958: 1. A.—B. Lundequistska
Bokhandeln og Otto Harrassowitz. Uppsala og Wiesbaden 1958.
255 hls. 2 landabréf.
Sacnirnar tvær sem um er rætt í þessari ritgerð eru fara og taka ineð eftir-
farandi nafnhætti í byrjunarmerkingu („ingressiv hetydelse") eða sem
hjálparsagnir í óákveðinni merkingu að meira eða minna lcyti („perifrastisk-
pleonastisk bet.“; einkum algengt við fara)\ t. d. ]>aS fór aS rigna; hvernig
fór þegar átti aS fara aS leggja fram peningana.
Rannsókn höfundar tekur til allra norðurlandamála að mállýzkum meðtöld-
um og snertir því bæði mállýzkulandafræði og málssögu. Höf. lýsir því í upphafi
að fara með nafnli. í ofangreindum merkingum er venjulegt mál á íslandi og í