Íslenzk tunga - 01.01.1959, Side 162
160
RITFREGNIR
orðið (< *gcrwn). Sbr. og innbyrðis skyldleika og merkingarafstöðu orðanna
grúi og grugg.
Ólíkleg þykir mér sú skýring T. Wiséns, sem höf. aðhyllist, að so. grœnast
,minnka‘ eigi skylt við lo. grannur. Fyrst er það, að þótt orðmyndin grán
,grannur, aðsjáll1 komi fyrir í einni ungri mállýzku sænskri, eru það naumast
fullgild rök fyrir því, að til hafi verið í norrænu lo. gránn í þeirri merkingu.
Auk þess merkir so. grœnast tæpast ,minnka‘ í þeim dæmum, sem um ræðir,
shr. „grænisk friðr“ (v. Kolb., 2), „grænask vánir“ (Helga kviða hundings-
bana, 2, 50), heldur miklu fremttr ,að grána, fölna, úfna‘, sbr. nísl. (gamanið
eða leihurinn) gránar og „Þótt valnistendr ... friðvQn segi grána“ (v. Guth.),
þar sem grána getur verið hvort sem er lo. eða so., sbr. ennfremur lo. gránn í
„lífsvánir mér gránar“ (v. GSúrs., 33). Mér þykir því auðsætt, að so. grœnast
sé leidd af lo. gránn ,grár, fölur, óvinveittur1 (sbr. „var þá sémiliga með þeim
í fyrsto, en þó grénðist [,gránaði, ýfðist‘l hrátt,“ Iip., I, 4892). Og jafnvel þótt
sögnin merkti beinlínis ,að minnka', kæmi það ekki í hága við þessa skýringu,
shr. að so. /ölna cr oft notuð í merkingunni ,að hrörna eða eyðast*.
Höfundur nefnir skýringar þeirra Zupitza og Holthausens á orðinu hlúki
,veslingur‘ (lelt. klaugis og lat. clávus) og þykir livorug þeirra sennileg. Ég
ætla, að hlúki eigi sér samsvörun í sæ. máll. luk, lukji ,letingi, hengilmæna', me.
leuke, e. lukewarm, holl. og frís. máll. lúk ,volgur, linur, latur‘, og séu orð þessi
skyld ísl. lo. hlcer, hlár og hlýr og so. hlóa og hlýja. Orðið er myndað með
/c-viðskeyti líkt og hláka af hlár, hlýka af lilýr og lo. h'.œkinn ,lingerður, kveifar-
legur‘, sem höfundur telur réttilega leitt af so. hlóa. Upphafleg merking orðs-
ins hefur sennilega verið ,linur eða volgrulegur1, sbr. að ísl. lo. Iilár þýðir bæði
,volgur‘ og ,linur eða slakur*.
Höfundur tilfærir flestar skýringartilgátur, er fram hafa komið á orðunum
hrani (gr. kranaós, ísl. hrína), hrunhi (ísl. hraun og so. hrynja) og hrotti (ísl.
hrinila, nno. skrunt(a)), og verður naumast sagt, að þær séu sennilegar. Ég
skal nú bæta við enn einni tilgátunni um uppruna þessara orða. Ég gizka á, að
þau séu öll skyld sín á milli og í ætt við lith. kéras .trjástofn, trjábútur1, rússn.
koren ,rót‘, korjaga ,kvistóttur trjástofn* o. s. frv. Hrani hefði þá upphaflega
merkt ,trjábolur‘ e. þ. h., og merkingin ,rustafenginn maður* æxlazt út frá því,
sbr. ísl. svoli, sem merkir bæði ,trjábútur‘ og ,rosamenni‘. Vel má vera, að fe.
hran ,hvalur‘ sé eiginlega sama orð, og má minna á, að fiskar og önnur lagardýr
taka oft nafn af almennri eða sumtækri líkingu við staur eða bjálka (sbr. ísl.
hár ,hákarl‘ og hár ,keipur‘, fi. canku- ,staur‘; gr. gádos (fisktegund) : fi. gadá
,lurkur‘, pólsku godzieba ,trjástofn‘; ísl. staurhvalur, geirhvalur, hœngur
0. s. frv.). Mér þykir og sennilegt, að nno. rane ,hátt tré, stöng, hávaxinn mað-
ur‘ sé reyndar sama orð og ísl. hrani og geymi sem næst iipphaflegu merking-
una, og ætla ég að nno. rank .digur stafur, hár maðiir', sæ. rnáll. ranka ,hátt og
grannt tré, rengluleg kona, vesældarlegt hross‘ séu af því leidd með fe-viðskeyti