Íslenzk tunga - 01.01.1959, Qupperneq 163
RITFREGNIR
161
(< *hranik-). Torp skýrir þessi orð að vísu á annan veg og slítur þau auk þess
hvert frá öðru, en skýringar hans eru ekki sannfærandi. Eg tel ennfremur, að
fe. hruna, fhþ. rono ,trjástofn, trjábútur* séu skyld orðinu hrani og í hljóðskipti
við það; físl. hrunki ,stórvaxinn maður‘, nno, orkn. og hjalt. runk eru leidd af
samsvarandi orðstofni með /c-viðskeyti (< *hrunik-) líkt og nno. rank af rane.
Rótin *hran : *hrun í ísl. hrani og fe. hruna er vísast ættuð frá fornum en-stofni
af svipaðri gerð og rússn. koren; í ísl. orðinu hrotti ,sverð, rustamenni*
(< *hruntan) hefur hún fengið rótaraukann t (ie. d). Isl. hrotti, fe. hrunting
(sverðsheiti) virðist einnig í öndverðu hafa merkt ,trjástofn‘ e. þ. u. 1., sbr. sæ.
máll. runtung, d. máll. runte ,trjábútur‘ og ef til vill nno. rutt ,gamall, kvist-
óttur trjástofn1. Merkingarþróunin í ísl. hrotti er þá svipuð og í svoli, hrunki og
hrani.
Ólíkleg er sú tilgáta höfundar, að físl. hvepsinn eigi skylt við nno. kveps
,vespa‘, enda er vespa orðin til úr *uiabisjön, en upphafs-/c-ið eða /t-ið i n. og
d. orðinu síðar til komið. Hvepsinn er að sjálfsögðu leitt af so. hvepsa, enda
þótt hún komi ekki fyrir í fornu máli; og líklega er so. hvepsa (d. máll. hvævse
,ávíta‘) í ætt við nísl. hveppinn ,blaðurgjarn‘ og józku hveppe ,gelta‘ og orðin
til úr *hwap(p)isön. Eftirtektarvert er, að ísl. so. hvepsa er einnig til í merk-
irtgunni ,að gelta að og glepsa', svipað og hvcppe í józku. Um frekara ætterni
þessara orða er vant að segja og óvíst, hvort þau eru í nokkrum tengslum við
gotn. liwopan ,gorta‘, fe. hwöpan ,hóta‘.
Naumast fær það staðizt, sem höfundur getur til, að físl. hvaptr sé til orðið
sem rímorð við kjaptr. Fyrst er það að rímorð verða ekki til að tilefnislausu,
einhver innlend orð, sem hófust á hv-, hlytu að hafa gefið átyllu til rímorðs-
myndunar af þessu tagi, en þau nefnir höfundiir ekki. llitt er þó mikilvægara,
að hvaptr er gamalt orð og kemur m. a. fyrir í Húsdrápu, seint á 10. öld, en
kjaptr er hinsvegar tiltölulega ung beygingarmynd af kjgptr (< *kebuta-), auk
þess sem flest bendir til þess, að hvaptr hafi, allt um fornt rím, haft langt sér-
hljóð (á) í stofni, sbr. hvóptr í elztu rímum og hvojtur í nýmálinu. Hvaptr hefur
líklega í upphafi inerkt ,kinnhol eða kinngúl‘, sbr. „blásna hvapta“ hjá Mána
skáldi. Um uppruna orðsins er ekkert vitað með vissu, en vel má það vera í ætt
við nísl. hvapp(ur) ,dalskvompa‘, hvippa ,bugða, lykkja', nno. og fær. so. kveppa
,hrökkva sainan‘, nísl. hœpinn, nno. og fær. hppen, hppin .allstór eða holdugur*
(< *hwöp-) o. s. frv.
Höfundur nefnir skýringar þeirra Buchanans og próf. Alexanders Jóhannes-
sonar á klárr ,hestur‘. Ég liygg, eins og próf. Alexander, að klárr eigi skylt við
nno. klaar (n.) ,vesaldarskepna‘, og ætla að þessi orð séu í ætt við so. kleyja
(klá) og klóast, no. kló og lo. klúr. Hitt getur orkað tvímælis, hvort klárr er
fremur nafngert lo. (< *klawaran) líkrar merkingar og klúr eða sagnleitt no.
af so. *klawarön ,klöngrast, klóra' — og þykir mér það líklegra, sbr. mlþ.
klouweren ,klifrast‘, sæ. máll. klor' ,dragnast áfram* (< *klöwarön), klorig
ÍSLENZK TUNGA 11