Íslenzk tunga - 01.01.1959, Side 164
162
RITFREGNIR
,vesaldarlegur‘, fær. kleyra ,trampa óliðlega á‘. Amboðsheitið klár (m.), klára
(f.) er leitt af þessari sömu sögn, *klawarön, en í merkingunni ,að krafsa1.
Heldur er ég vantrúaður á, að so. kola (mál) merki eiginlega ,að lýsa‘ og eigi
skylt við no. kola ,tíra‘, svo sem höfundur nefnir og ýmsir hafa talið. Líklegra
finnst mér, að so. kola merki ,að ræða smávegis eða kallsa* og sé nísl. so. kólka
til við e-n (um e-ð) ,kallsa eða kvabba' leidd af henni með á-viðskeyti og orð
þessi sömu ættar og ísl. so. kalla, nno. kuldra ,buldra‘, kulta ,gorta‘ o. s. frv. Þá
hallast ég helzt að því, að tröllkonuheitið kjallandi og so. og no. kilja ,deila‘,
nísl. kilja (so.) ,ákæra, klaga‘ (O. H.) séu af þessum sama toga. Það kemur
reyndar ekki lieim við þá kenningu, að so. kalla og rússn. golos ,rödd‘ o. s. frv.
hafi upphaflegt ie. u í stofni, en sú kenning er tæpast óyggjandi, enda gætu
keltnesku orðin, sem hún er reist á, verið hvarfstigsmyndanir líkt og nno.
kulta og þ. máll. koltern, ef þau eru þá skyld.
Ilöfundur telur, að físl. kvett ,kjöt‘, nísl. kvetti ,hvalþjós‘ eigi skylt við fær.
kvetta ,skera eða skella af‘ og nno. kvetja ({.) ,afsköfur‘ o. s. frv. Eins og ég
hef áður vikið að,7 hafa nno. og fær. orðin upphaflegt hv- í framstöðu, nno.
kvetja (f.) er leitl af nno. so. kvetja — ísl. hvetja ,brýna‘, og fær. og nno. kvetta
svarar til md. Iwœtte ,brýna‘ og físl. mál-hvcttr (< *hwatatjan). Þau geta því
ekki átt skylt við ísl. kvett(i). Eg tel, að kvett merki upphaflega ,e-ð þykkt og
holdmikið1, líkt og þjós, sbr. nísl. jlá kvettið ,opna ginið, bera tennurnar', og
sé orðið til úr *kweþþa og skylt ísl. kviður, lat. botulus, fhþ. qvedilla ,bólgu-
hnúður1, þ. máll. quátten ,þaninn og feitur magi‘ og ef til vill fír. bel ,vör‘
(< *guetlos).
Olíklegt virðist mér, að jötunheitið kyrmir sé í ætt við fe. cearm ,óp‘ og ísl.
so. kurra, en sennilegra að það sé skylt nno. so. kyrmasl ,hafa þrautir fyrir
brjósti*. Torp telur að vísu, að nno. sögnin sé til orðin úr *kyrlcnast, en það fær
naumast staðizt hljóðfræðilega, enda á hún sér samsvörun í sæ. máll. k(j)0prm
,kipra(st) saman, sauma illa‘, k(j)00rm (no.) ,lélegur saumaskapur og saman-
kipraður". Nno. kyrmast og sæ. máll. k(j)00rm merkja sýnilega ,að beygja eða
kipra‘, og hefur kyrmir þá líklega þýtt ,álútur eða hoginn*; á þessi orðstofn
vafalítið skylt við nísl. so. kerra (höfuðið), karmur o. s. frv. Þá ætlar höfundur,
að fiskheitið lúra sé samstofna lýrr (< *leuhizan), en erfitt er að koma því
heim bæði merkingar- og hljóðfræðilega. Lúra er reyndar naumast eða a. m. k.
ekki eingöngu heiti á ákveðnum fiski, heldur haft um ýmsa flatfiska, kola- og
flyðrukyns, og á vafalítið skylt við so. lúra(st) og no. lúr; og lýtur nafnið að
því, að fiskar þessir lágu í botni og leyndu á sér. Lúðu-nafnið á flyðrunni er
sennilega líkrar merkingar, sbr. nísl. lúði ,loðgresi (sem farið er að leggjast)1,
lúðulaki og lafa- eða leppalúði. Einnig má benda á, að nno. lcema (heiti á
7 „Endurtekningarsagnir með t-viðskeyti í íslenzku," Afmæliskveðja til Alex-
anders Jóhannessonar 15. júlí 1953 (Reykjavík 1953), 37.