Íslenzk tunga - 01.01.1959, Page 170
168
RITFREGNIR
og H. Falks eins og t. d. no. farri ,svín‘, lo. fellr ,illnr viðskiptis', so. gopta
,láta hoppa1, gré(i) (m.) ,kvarnarsteinn‘, no. lœra ,gylta‘ o. fl. Víst má slíkt
verða til nokkurs fróðleiks, en hætt við að orðin kunni að reynast „draugorð".
Skal ég taka til dæmis orðið lœra („Heitir lær á lœru / ...,“ í Málskrúðsfræði
SnE.), sem E. A. Kock telur að merki ,gylta‘ og sé skylt mhþ. löse ,grísamóðir‘.
Mhþ. orðið verður hinsvegar naumast slitið úr tengslum við fe. hlöse ,svínastía‘,
og verður manni þá að spyrja, hvað orðið hafi af /i-inu í íslenzka orðinu.
Innra samhengi orðsifjabókar byggist á ættartengslum einstakra orða, en þó
fyrst og fremst á almennu viðhorfi og rannsóknaraðferð höfundar. Að öðru leyti
eru slík rit einskonar dómasöfn, sem samanstanda af fjölmörgum, stuttum og
mikils til sjálfstæðum greinum; og má þá að sjálfsögðu oft deila um einstök
atriði. Ég hef gerzt hér alllangorður um orðabók Jan de Vries og vikið að
mörgum orðskýringum — og jafnvel fleiru en beint tilefni var til..Er slíkt
fremur til þess ætlað að leiða athygli að þeim vanda, sem við er að glíma, og
benda á hugsanlegar úrlausnir i einstökum tilvikum en til hins að gagnrýna
verk höfundar.
Ég tel, að bók hans sé — þrátt fyrir ýmsa annmarka — einkar gagnlegt rit af
þeim ástæðum, sem ég drap á í upphafi; efninu er haganlega skipað og bókin
hefur að geyina flestar helztu skýringar einstakra orða í norrænu, sem fram
hafa komið.
ÁSCF.III UL. MACNÚSSON
Oröabók Háskóla Islands,
Reykjavík.