Íslenzk tunga - 01.01.1959, Page 171
Annáll
FÉLAG íSLENZKRA FRÆÐA
FÉlagið var stofnað 27. apríl 1947. Þaö er öðrum þræði stéttar-
félag þeirra er lokið hafa háskólaprófi í einhverri grein íslenzkra
fræða sem aðalgrein (málfræði, bókmenntasögu eða sagnfræöi), en
að hinu leytinu er verkefni þess „að efla íslenzk fræði og efna til
samvinnu um þau úrlausnarefni, sem fyrir liggja hverju sinni“.
Fyrsti formaður félagsins var Ásgeir Blöndal Magnússon, en aðrir
formenn hafa verið Björn Þorsteinsson, Jakob Benediktsson og Árni
Böðvarsson. Meðstjórnendur hafa verið Árni Kristjánsson, Helgi J.
Halldórsson, Jóhannes Halldórsson, Finnbogi Guðmundsson, Árni
Böðvarsson, Björn Sigfússon, Runólfur Þórarinsson, Jónas Kristj-
ánsson og Jón Aðalsteinn Jónsson.
Félagið á samkvæmt lögum um Vísindasjóð fulltrúa í stjórn Hug-
vísindadeildar. Fulltrúi þess er nú Kristján Eldjárn. Það er einnig
aðili að Bandalagi háskólamenntaðra manna.
Á fundum félagsins hafa bæði verið rædd hagsmunamál félags-
manna og fluttir fyrirlestrar um margvísleg efni, m. a. um keltnesk
mál, íslenzk fræði í öðrum löndum, skyldleika handrita, íslenzk
skáld, fornleifar ýmsar, forníslenzkar ástarsögur, núgildandi staf-
setningu íslenzkrar lungu o. s. frv. Fyrirlesarar á fundum félagsins
hafa verið víða að og af ýmsum þjóðlöndum. Stúdentar í íslenzkum
fræðum og aðrir áhugamenn hafa átt þess kost að hlýða á þessi
erindi. Þá hefur félagið rætt á fundum sínum um kennslubækur
almennra skóla í málfræÖi, bókmenntum og sögu (og fundiö margt