Vera - 01.12.1984, Síða 15

Vera - 01.12.1984, Síða 15
amoröleilúr Trú á álfa eöa huldufólk hefur lengi veriö útbreidd hér á landi °9 eimir jafnvel eftir af henni enn, a.m.k. eru heimildir um sam- skipti þeirra viö menn allt fram á síðustu áratugi. Af uppruna huldufólks fer ýmsum sögum, oftast er talið að það sé komið af föllnum englum eða óhreinu börnunum hennar Evu sem Guð ákvað að skyldu framvegis vera hulin fyrir mönnunum. Til er þó ein upprunasaga sem mér vitanlega hefur aldrei verið haldið á lofti, enda varpar hún dálítið öðru Ijósi á eðli huldufólks- ins. Þar segir að í upphafi hafi Guð skapað karl og konu, hét konan Karlinna. Þau deildu og karlinn hafði rangt fyrir sér og syndgaði en konan ekki, öfugt við það sem segir í hinni viðteknu sköpunar- Se9u. Guð skapaði þá nýja konu af karlinum og gaf honum og þar v°ru komnir foreldrar mannkynsins. En síðan skapaði Guð annan ^arlmann af upphaflegu konunni og gaf henni. Afkomendur Þeirra eru álfarnir. Þess vegna, segir sagan, eru konur fyrir körl- Urr> hjá huldufólkinu eins og karlar eru fyrir konum hjá niðjum Adams. Vel má hugsa sér að þessi sköpunarsaga sé skálduð af ein- hverri kvenréttindakonu sem andsvar við hefðbundinni sögu- skoðun kirkjunnar(handrit sögunnarerfrámiðri 19. öldjeðaskýr- ln9 á því að í huldufólkssögunum ber yfirleitt meira á konum en ^örlum, þær virðast miklu virkari og hættulegri en huldumennirn- lr- Þeir eru hins vegar fríöari, fíngerðari, blíðlyndari og tilfinninga- n®mari en frændur þeirra í mannheimum, enda oft kallaðir Ijúf- lingar. En það má líka láta sér detta í hug að hér sé bergmál af hug- ^yndum um forn mæðraveldi sem sannanlega voru til, friðsöm jarðraektarsamfélög þar sem æðsta goðið var kona, hin mikla jj'oðir og upphaf alls, persónugervingur móður jarðar. Sam- kvæmt ýmsum heimildum virðast álfar einmitt vera í ætt við hin ornu frjósemisgoð Vani sem forðum voru dýrkaðir á Norðurlönd- um. Þeirra æðst voru Freyr og Freyja, goð frjósemi og ástar. Vanir uröu síðar að þoka um set fyrir hinum herskáu Ásum þar sem stríðsguðinn Óðinn var höfuðguð, en hans Paradís var jú vígvöll- ur'nn sem kunnugter. Loks kom svokristindómurínn meðendan- le9t karlveldi og útskúfun hinnar holdlegu ástar sem áður hafði Veriö þáttur ídýrkunguðannaen varnú hin verstasynd, nemarétt 1,1 viöhalds kynstofninum í heilögu hjonabandi. Svo mikiö er víst að huldufólkið er ákaflega ásthneigt og ástleit- 10 við mennska menn. Sérstaklega eru huldukonur náttúrumiklar °9 ágengar við karlmenn og kunna þvi illa að vera hafnað, virðast Semsagt vera þvi vanar að vera hið ráðandi kyn. Þær sitja fyrir mónnum og elta þá uppi á förnum vegi, reyna að fá þá til við sig °91 álfheima og refsa gjarnan þeim sem ekki vilja þýðast þær eða reynast þeim illa. Þær eru líka fjölkunnugar, geta breytt mönnum í ófreskjur eða lagt á þá ævilanga ógæfu eða sjúkdóma. Lendi maður inn fyrir dyr á álfabæ er honum boðin gisting í rúmi hús- freyju eða heimasætu sem yfirleitt er forkunnar fríð og er ætlast til að hann sé góður við hana eða eins og stendur í einni sögu: „verði henni að duganlegum manni til amorsleikja”. Og um einn sem flytur í álfheima segir að „hann varð strax að fara að sofa hjá henni.” Menn skyldu ætla að slíkar konur hafi verið draumadísir margra karlmanna á tímum þegar kirkjuleg og veraldleg yfirvöld voru samtaka í því að reyna að bæla niður kynhvötina hjá lands- fólkinu, ströng viðurlög voru við hvers kyns lausaleik í þeim efn- um og allt gert til að koma í veg fyrir giftingar vinnufólks og ann- arra eignaleysingja. Vafalaust eru þessar sögur líka öðrum þræöi dagdraumar kvenmannslausra karlmanna, enda verður þessi fundur þeim yfirleitt til gæfu ef þeir verða við kröfum huldukvenn- anna. En oftar virðast þessar sögur einmitt sýna hvað bælingin hefur tekist vel. Annaðhvort kunna menn ekki að meta svo auð- fengna ást eða þeir eru hræddir við að gefa sig þessum virku, ágengu konum á vald. Þó svo þeir girnist þær sem oft er tekið fram berjast þeir gegn þeirri tilfinningu eða missa kjarkinn, finnst þetta allt Ijótt og ógeðslegt, flýja af hólmi eða hafna konunum á ruddalegan hátt. Aðrar sögur segja frá mönnum sem villast eöa verða innlyksa á eyðiskeri þar sem þeim er dauðinn vís, eru hirtir upp af góðum huldukonum sem hýsa þá og elska allan veturinn og ætlast ekki til annars í staðinn en þeir gangist við börnum sínum þegar þar að komi. Stundum heita þeir góðu um þaðen þegar barnsvaggan birtist við kirkjudyr í heimasveitinni og lýst er eftir aðstandendum svo hægt sé að skíra neitar faðirinn statt og stöðugt uns barns- móðirin tekur a/tur barn sitt og ávítar hann fyrir ódrengskapinn. Honum verður svo við að hann steypist í sjóinn og verður að ófreskju sem grandar skipum. Þó karlmaðurinn sé aðalpersónan í þessum sögum eru þær greinilega mótaðar af hugsanagangi kvenna, samúðin er öll með huldukonunni sem jafnvel hefur leynt elskhuganum fyrir sínu fólki og á í vændum grimmilega refsingu ef hún getur ekki feðrað barn sitt. Þarna speglast réttarfar mannheima, þar sem barneignir ut- an hjónabands voru lögbrot og lágu við mismunandi strangar refsingar eftir aðstæðum og eðli málsins. Maðurinn hefur aldrei neitt sér til afsökunar, í Ijósi sögunnar er hann bara rakinn óþokki sem hugsar um það eitt að skjóta sér undan ábyrgðinni, hirðandi ekkert um örlög barnsmóður sinnar eða afkvæmis. Samkvæmt hugmyndafræði þeirra tíma fengu óskírð börn ekki vist í himnariki 15

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.