Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 19

Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 19
Annað einkenni er forlagatrúin. Stúlkan veit innst inni að henni er ætlað annað hlutskipti, hún unir því glöð við sitt þangað til Hann kemur á kádiljáknum og nemur hana á brott. Stundum er þessi vissa um nörlögin” tengd einhverjum óljósum bernskuminningum, eins og i Drauma- manninum hennar, þar sem söguhetjuna öreymir mann sem var fullvaxta er hún var samtíða honum barn að aldri og verður varla annað lesið úr rausinu í honum en að hann sé nokkurs konar „pedofíl” (þ.e.: aiaður sem girnist börn). Reyndar er ekki iaust viö að öll samskipti kynjanna i þess- um bókum séu á vissan hátt því marki brennd. Konan er saklaust og fallegt barn sem hinn þroskaði karlmaður girnist. For- lagahyggjan sýnir svo lesandanum fram á Það að það er algjör firra að reyna sjálfur að breyta aðstæðum sínum, þetta á allt eftir að lagast — einn góðan veðurdag kemur Hann, ekki á hvíta hestinum lengur heldur á nýjustu sportbílatýpunni með full- ar hendur fjár og nemur þig á brott. Þar með er sögunni lokið, hámarki sælunnar er náð. Halelúja! Og draumarnir rætast. . . I þessum bókum rætast draumamir sumsé allir sem einn enda mikill bísness 9erður út á þær. Hluti jólabókaflóðsins margumrædda er af þessari gerð — bund- 'hn í dýra kili og ætlaður til gjafa. Og selst aö því er virðist endalaust enda ástin líkast til ein af djúpstæðustu tilfinningum okkar °9 yndislegust í alla staði sé henni ekki misþyrmt eins illilega og gefur að líta í Þessum hræðilegu bókum. Við erum sem- Sa9t ekki alveg sammála hugleiðingu Uglu ' Atómstöðinni um ástina — a.m.k. ekki Þegar við erum ástfangnar upp fyrir haus svona annað slagið (eins og gefur að ski|ja) — þótt býsna sé hún skondin! .,Best gæti ég trúað ást væri eitthvert ru9lið úr rómantísku snillíngunum sem nú eetla að fara að baula, eða jafnvel deya, að minsta kosti er ekki talað um ást í Njálu, sem er þó öllum rómantískum bókum betri. Ég hef lifað tuttugu ár með besta iölki á landinu, fööur mínum og móður, en eidrei heyrt nefnda ást. Þau hjón eignuð- Ust okkur börn að vísu, en ekki af ást, held- Ur þátt i einföldu lífi fátæks fólks sem hefur aungvar skemtanir. Afturámóti hef ég eidrei heyrt misjafnt orð fara milli þeirra ai'a mína ævi — en er það ást? Ég held Varla. Ég held ást sé skemtun hjá geldfólki ',^aupstöðum og komi í staðinn fyrir einfalt lif” (Halldór Laxness: Atómstöðin bls. 93). ORKUBOT LÍKAMSRÆKT GRENSÁSVEGUR7 Sími: 39488 Laugardagskaffi í Kvennahúsinu í vetur hafa konur hist klukkan hálf tvö á laugardögum til að spjalla saman að lokinni framsögu einhverrar mœtrar konu. Ýmis markverð málefni hafa verið rœdd, svo sem vinnumark- aðsmálin, heilsufœði, kvennabókmenntir afL auk þess sem farið var í gönguferð um Grjótaþorpið. Laugardaginn 15. desember verður svo ráðist í laufabrauðs- bakstur og verður þá jólastemmningin að sjálfsögðu ríkjandL Deigið verður tilbúið og ekkert að gera annað en að girðast góðri svuntu, bretta upp ermarnar og hefja skurðinn. Húshóp- ur vonast eftir fjölda fólks í laufabrauðsbaksturinn. Þá eruýmis umrœðuefni fyrirhuguð strax uppúr áramótum, má þar m.a. nefna: „Samfelldur skóladagur”; „Islenskar konur giftar erlendum hermönnum — hvað varð um þœr?" og mun Inga Dóra Björnsdóttir mœla fyrir því efni. „Hugmyndafrœði kvenfrelsis" verður vonandi á dagskrá semfyrst eftir áramótin, þá „Nornir"; „Getnaðarvarnir — tœki tilfrelsis eða kúgunar?"; „Kynskiptur vinnumarkaður" og hvaðeina sem okkur öllum saman dettur í hug. Helgina 12.—13. janúar œtlar Kvennalistinn að halda um- hverfismálaráðstefnu og verður Guðrún Ólafsdóttir meðfram- sögu um umhverfismál í kvennakaffinu þann laugardaginn. Og þá er bara að mœta á laugardögum klukkan hálf tvö og halda áfram eins lengi og andagiftin endist eða þannig. . . 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.