Vera - 01.12.1984, Qupperneq 22
tæki. Svo höfum viö útbúiö sjónvarpsþætti
þar sem fullorðnir og unglingar ræða um
friðarmál. Ég hef óbifanlega trú á þessu
starfi, því með konunum býr mikið afl, sem
þarf að virkja í baráttu fyrir betri heimi. Ég
hef þá trú að konur geti snúið við þeirri
öfugþróun sem á sér stað í heiminum í
dag, þar sem auðmagns- og hernaðar-
hyggja ráða ríkjum á kostnað manngildis
og lífs.
Til þess að svo megi verða verða konur
að fá rödd þar sem þær hafa að segja verð-
ur að heyrast og að því vinn ég með því að
auðvelda þeim að ná saman. Plágan er
ekki bara hugsanleg gereyðingarstyrjöld,
plágan er hér þegar, hún birtist konum í at-
vinnuleysi, lágum launum kvenna (meðal-
laun kvenna í Bandaríkjunum eru 51 cent
af hverjum dollar sem karlar vinna sér inn)
lélegu húsnæði, vaxandi ofbeldi gegn
konum, hungri og hækkandi barna-
dauða.”
— Hvernig tengist kvennabarátta frið-
arbaráttu að þínu mati?
„Ég tel að það sé friðarbarátta þegar
konur rísa upp og gera umheiminum Ijóst
hver kjör þeirra eru. Ég tel að barátta allra
kúgaðra hópa sé friðarbarátta í eðli sínu.
Plágan er ekki bara fólgin í hernaðar-
umsvifum og ófriði, plágan er hér og nú
eins og sagöi áður og við henni veröur að
bregðast. Misskipting auðs og valds og af-
leiðingar þess, kúgun er andstæða réttláts
friðar. Friðarbarátta verður líka að beinast
að því að upplýsa fólk um efnahagslegt
samhengi hlutanna. T.d. eru nú á San
Fransiscosvæðinu að jafnaði 30 börn í for-
skólabekkjum á móti hverjum kennara,
áöur voru 5 börn á kennara og engar nýjar
námsbækur koma út. Ástæðan er að
megnið af opinberu fjármagni fer til hern-
aðarundirbúnings. Öll félagsleg þjónusta
er í svelti af sömu ástæðum. Þessi raun-
veruleiki er konum áþreifanlegur og þær
takast á viö hann daglega. Þær skilja því
samhengið á annan hátt en karlar og fyrir
þær er friðarbarátta jafnt fólgin í að berjast
fyrir betri skólum og félagslegu öryggi og
því að mótmæla nýjum gerðum vopna.
Mér finnst á skorta að karlar skilgreini frið-
arbaráttu á þennan máta. Þeim hættir til
að einblína á tæknilegu hlið vígbúnaðar-
kapphlaupsins.”
— Eru konur í Bandaríkjunum virkar í
friðarbaráttunni?
„Um það er erfitt að fullyrða, en þó
greinilegt að Freeze-hreyfingin (þ.e. sam-
komulag um frystingu kjarnavopna stór-
veldanna) á sterkan hljómgrunn. Fólk er
farið að skilja að kjarnorkustyrjöld þýðir
gjöreyðingu. Ég held að það sé fyrst nú
síöustu ár sem fólk og þá sér í lagi konur
hafa skynjað sig sem hugsanleg fórnardýr
í slíkum átökum. Freeze-hugmyndirnar
ganga skammt en geta verið fyrsta skrefið.
Málið er að færa umræðuna áfram á
næsta stig og segja: „Konur og börn liöa
skort í þessu ríka landi, eru þegar oröin
fórnardýr af því að ríkið beinir fjármagninu
í vopn og vopnabúnað. Börn deyja í dag af
hungri vegna þessarar stefnu — já, þetta
kemur mér við”. í mínum huga snýst frið-
arfræðsla og friðarbarátta um þessa
hluti.”
— Að lokum, Jean, hvað kanntu að
segja okkur um starfsemi kvennahreyf-
inga í Bandaríkjunum?
„Ég þekki best til í San Fransisco og
nágrenni. Þar voru og eru starfandi ótal
margir kvennahópar. Þetta svæði hefur
jafnan þótt framfarasinnað og byggir því á
hefðum í sambandi við kvennahópa. Hins
vegar hefur svo þrengt að á öllum sviðum
síðari árin undir hernaðar- og auðvalds-
sinnaðri stjórn Reagans að margir slíkir
hópar hafa dáið út. Því miður er það nú svo
aö hóparnir eiga í innbyrðis átökum um
molana sem til þeirra falla. í Bandaríkjun-
um er óspart beitt þeirri stjórnunaraðferð
að deila og drottna. Einstaklingshyggjan
er líka rík meðal okkar. Við erum alin upp
til samkeppni og að vinna alltaf sem ein-
staklingar. Það tekur tíma að breyta því.
Ég vildi að samstaðan væri meiri án þess
að sjálfstæði hvers hóps biði hnekki við
það, því hver hópur um sig gegnir mikil-
vægu hlutverki. Það eru þó ákveðin mál
sem kvennahóparnir sameinast um, t.d.
að vinna að því að konur láti skrá sig á kjör-
skrá — en mikil brögð eru að því að konur
noti ekki kosningarétt sinn. Við teljum að
þar búi mikið afl, sem ekki hefur nýst enn.
Nú eru líka kvennahópar að vinna að
undirbúningi annars konar (alternatívrar)
kvennaráðstefnu á næsta ári þegar
kvennaáratug Sameinuðu þjóðanna líkur.
Sú ráðstefna verður í Brasilíu, trúlega í
Sao-Paulo. Megin þema þeirrar ráðstefnu
verður um hungur og vaxandi barna-
dauða. Þaö eru fyrst og fremst hópar þel-
dökkra kvenna sem standa að undirbún-
ingnum í samvinnu við konur frá Suður
Ameríku. Við vonumst eftir að sjá fulltrúa
frá ykkur á þessari ráðstefnu.
Guðrún Jónsdóttir.
Opiö: Sunnud. og fimmtud. 1130-01
Föstud. og laugard. 11.30-02.30
22