Vera - 01.12.1984, Síða 24
1ÍMR1T§ -
lOgfræbevga
4. HEFTI 33. ÁRGANGUR 1983
Greinin sem
hér fer á eftir birtist í
nýútkomnu hefti af Tímariti lög-
fræðinga, sem að þessu sinni
fjallar um mannréttindi. Greinin
er skrifuð af ritstjóra tímaritsins
Þór Vilhjálmssyni forseta Hæsta-
réttar, en í henni gagnrýnir hann
undirskriftasöfnun frá því í mai þar
sem mótmælt var úrskurði
Sakadóms í nauðgunarbroti.
Veitti hann VERU góðfúslega
leyfi til að endurprenta greinina.
UNDIRSKRIFTIR GEGN MANNRÉTTINDUM
I mal s.l., 1984, játaði maður nokkur nauðgunarbrot. Sakadómur synjaði kröfu
rannsóknarlögreglunnar um gæsluvarðhald. Eftir að sakadómsúrskurðurinn
varð kunnur, hófst söfnun undirskrifta undir svohljóðandi texta:
„Við undirrituð mótmælum harðlega þeim úrskurði Sakadóms Reykjavfkur,
að synja gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manni þeim, sem handtekinn var fyrir
nauðgun og tilraun til nauðgunar aðfaranótt 13. mai s.l. Byggir úrskurðurinn
greinilega á þeirri undarlegu hefð að dæma menn yfirleitt til lágmarksrefsingar,
eins árs fangelsis, fyrir nauðganir. Nauðgarar eru hættulegir öryggi kvenna
og við krefjumst þess að þeir sæti gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur. Ekkert
ætti að vera þvl til fyrirstöðu að dómur falli tafarlaust þar sem málsatvik eru
að fullu kunn og játning liggur fyrir.“
Á örfáum dögum skrifuðu 11.200 menn undir þessi orð að sögn eins af þeim,
sem beittu sér fyrir söfnuninni. Voru listarnir afhentir dómsmálaráðherra. Rétt
áður hafði Hæstiréttur fellt dóm þess efnis, að maðurinn skyldi sæta gæslu-
varðhaldi til 13. júní. Þá var honum sleppt. Ekki mun efnisdómur genginn I
máli hans, þegar þetta er skrifað í ágúst.
Dómur Hæstaréttar um gæsluvarðhald var byggður á rannsóknarnauðsynj-
um, þ.e. 1. tl. 67. gr. laganna um meðferð opinberra mála, en ekki því, að söku-
nautur væri hættulegur umhverfi sínu (6. tl.) eða að ætla mætti, að brotið leiddi
til að minnsta kosti 2 ára fangelsisdóms (4. tl.). Ekki er fram komið, að undir-
skriftarmenn eða aðrir hafi haft uppi mótmæli, þegar maðurinn var látinn laus
úr gæsluvarðhaldi I júní.
Sökunautar, líka þeir, sem játað hafa nauðgun, eiga rétt á málsmeðferð
eftir lögum landsins. Þá meðferð eiga dómstólar að ákveða, ekki almenningur
með undirskriftum. Rökin fyrir þessu eru einföld, — réttaröryggi landsmanna
krefst þess að lögum sé beitt og að um þá beitingu sé fjallað af sjálfstæðum,
óhlutdrægum dómstólum. Lögbundin refsivarsla er ein af undirstöðum réttar-
ríkis og menningarþjóðfélags. Gremja eða hneykslun vegna meðferðar nauðg-
unarmála og refsiviðurlaga við þeim má ekki brjótast þannig fram, að það
bitni á einstaklingum, sem eiga mál í rannsókn eða dómstólameðferð. Ef
gripið er til undirskriftasafnana eða sllkra aðgerða, er hætta á, að vitund al-
mennings um þýðingu og nauðsyn réttaröryggis brenglist, og til þess getur
jafnvel komið fyrr eða síðar, að þeir verði of margir, sem vilja einhvers konar
dómgæslu götunnar og gæta þess ekki, að mannréttindi eru meðal annars til
að vernda menn gegn ofurvaldi meirihlutans. Til að koma fram lagabreyting-
um á refsiréttarsviðinu, eins og á öðrum sviðum, eru sérstakar aðferðir aðrar
en skyndiaðgerðir eins og þær, sem til var gripið I þessu máli.
Umræða um dómsmál I dagblöðum er dauf hér á landi. Það er því þakkar-
vert, að þrlr lagaprófessorar rituðu grein I dagblað og bentu á, að með undir-
skriftasöfnuninni, er hér hefir verið gerð að umræðuefni, væri farið inn á hættu-
lega braut. Mikil þörf er á, að umræðan verði meiri og að hún verði málefna-
leg. Mun þá vonandi svo fara, að langt verði að bíða næstu undirskrifta-
söfnunar, sem líkist þeirri, er hér hefur verið vikið að. í umræðunni á næst-
unni væri gott að fram kæmi hjá þeim, sem skil kunna á þessum fræðum, hvað
ráða megi af undirskriftatextanum um hugmyndir forgöngumannanna um þyng-
ingu refsinga og aukna beitingu gæsluvarðhalds, en þessar hugmyndir kunna
að bera vott um almenningsviðhorf, sem þyrftu að vera sem gleggst skýrð.
Þór Vilhjálmsson
24