Vera - 01.12.1984, Síða 30
kjarna neytenda. Áhættuhópurinn er síðan óhjákvæmi-
lega í tengslum við jaðarhópa, bæði í Reykjavík og úti
á landsbyggðinni sem standa fjær en eru samt í hættu.
Enginn veit hvað þessir hópar eru stórir en víst er að við
höfum ekki efni á að missa eitt einasta ungmenni í súg-
inn á þennan hátt. Eðlileg viðbrögð til sóttvarnar, ef svo
mætti aö orði komast, eru m.a. að uppræta þann jarð-
veg þar sem smitsjúkdómurinn þrífst. Vegna aldur síns
eiga þessir einstaklingar ekki greiða leið inn í heilbrigð-
iskerfið og er því nauðsynlegt að þar verði sköpuð sú
aðstaða sem jóeir þarfnast.”
Brjóstkrabbamein
Brjóstkrabbamein er algengasti illkynja sjúkdómur
meðal kvenna. Tíðni sjúkdómsins eykst stöðugt, en bú-
ast má við að 13. hver kona fái sjúkdóm þennan, á lífs-
leið sinni. Árlega láta um 25 íslenskar konur lífið af völd-
um hans. Kvennalistinn hefur nú lagt fram þál. till. sem
miðar að því að draga úr dánartíðni af völdum þessa
sjúkdóms með skipulegri leit meðal kvenna að brjóst-
krabbameini á frumstigi. Með því að greina snemma
krabbamein í brjósti kvenna er unnt að bjóða þeim upp
á vægari, mannúðlegri og árangursríkari meðferð. Til-
lagan hljóðar svo: „Alþingi ályktar að skora á heilbrigð-
isráðherra að tryggja það að komið verði á kerfisbund-
inni leit að brjóstkrabbameini hjá konum með brjóst-
myndatökum (mammografi). Lagt er til að þessi hóp-
skoðun verði hafin eins fljótt og unnt er.” Guðrún Agn-
arsdóttir, flutningsmaður tillögunnar, sagði m.a.:
„Margt bendir til þess að skipuleg leit meðal kvenna,
þar sem teknar eru röntgenmyndir af brjóstum lækki
dánartíðniaf völdum brjóstkrabbameins meðal kvenna.
í rannsókn á stórum hópi kvenna í New York þar sem
notuð var bæði þreifing og röntgenmyndataka varð um
38% lækkun á dánartíðni fyrstu 5 árin. í nýrri rannsókn
í Hollandi þar sem báðum aðferðum er beitt kemur fram
enn meiri lækkun á dánartíðni eftir 7 ár eða um 50%. í
rannsóknum sem nú standa yfir bæði í Hollandi og Sví-
þjóð þar sem eingöngu er notuð brjóstamyndataka
greinast meira en helmingi fleiri krabbamein en finnast
myndu við fyrstu hópskoðun með þreifingu einni saman
og jafnmikið og greinst hefði á þremur árum án hóp-
skoðunar.”
Kostnaðurinn við þetta verkefni er á bilinu 7—8
milljónir á ári og er þá með talinn stofnkostnaður. Sam-
svarar þessi upphæð kostnaði við 5—10 sjúkrarúm á
ári.
í máli heilbrigðisráðherra kom fram að hann, sem og
aðrir er til máls tóku, teldi þetta hið þarfasta mál, en ekki
væri líklegt að af framkvæmd gæti oröið vegna fjár-
hagsöröugleika þjóðarinnar. Guðrún sló botn í umræð-
urnar með því að skora á ráðherra að leita allra leiða til
þess að geta fjármagnað verkefnið þar sem um væri aö
ræða mikið hagsmuna- og réttindamál kvenna. Henni
höfðu borist til eyrna orð karlmanns, læknis, sem sagði:
,,Ef það væru karlmennsem hefðu svo banvænan sjúk-
dóm sem þennan og vitað væri af rannsóknaraðferð
sem myndi auka lífslíkur og vellíðan þeirra, þá væru
þeir löngu, löngu búnir að koma henni á.”
Fjöldi mála bíður
Auk þeirra mála sem hér að framan eru reifuð er
fjöldi mála sem enn hefur ekki komist á dagskrá og önn-
ur sem fjallað hefur verið um en verða aö bíða næstu
Veru. Þau eru m.a.:
— frysting kjarnorkuvopna
— mat á heimilisstörfum til starfsreynslu
— staðgreiðsla skatta
— úthlutunarreglur húsnæðislána
— fjárframlög til 9. bekkjar grunnskóla
— fé tannverndarsjóðs
— álver við Eyjafjörð
— skipan nýs útvarpsstjóra
— Ljósmæðraskóli (slands
Aldrei verður hægt hér á þingmálasíðunum að kynna
öll þau mál og umræður sem æskilegt væri, en konur
eru hvattar til að gerast áskrifendur að Alþingistíðind-
um, sem kosta aðeins 450 kr. á ári. (s. 11560)
Umsjónarmaður þingsíðna: Kristín A. Árnadóttir.
Nýjar konur á þingi
Tvær varaþingkonur tóku sæti á alþingi í nóvember-
mánuði. Kristín Ástgeirsdóttir, Reykjavík, fyrir Sigríði
D'nu og Málmfríður Sigurðardóttir, Norðurlandi eystra,
fyrir Guðrúnu Agnarsdóttur.
Málmfríður flutti þál. till. um fjárframiög til níunda
bekkjar grunnskóla, sem miðaraðþví aðjafnaaðstöðu
nemenda innan grunnskólans og jafnframt að draga úr
þeim aöstöðumun sem ríkir milli fólks í dreifbýli og þétt-
býli. Málmfríður benti á það hróplega óréttlæti að nem-
endur 9. bekkjar skuli ekki sitja við sama borð og aðrir
nemendur grunnskólans hvað varðar framlög úr ríkis-
sjóði. Þetta bitnar sérstaklega á nemendum í dreifbýli,
sem þurfa búsetu vegna að vera í heimavistarskólum,
en þar er nemendum 9. bekkjar gert að standa straum
af launakostnaði starfsfólks í mötuneytum, auk náms-
bókakaupa og annars kostnaðar sem á þá er lagður
umfram aðra grunnskólanemendur. Meðflutnings-
menn Málmfríðar voru Sigríður Dúna og Kristín Hall-
dórsdóttir.
Kristín Ástgeirsdóttir lagði fram tillögu þar sem skor-
að er á ríkisstjórnina að beita sér þegar í stað fyrir átaki
í byggingu leiguhúsnæðis. í tillögunni er farið fram á
að varið verði 200 milljónum kr. á núgildandi verðlagi til
þessaverkefnisáári þartil þörfinni hefurveriðfullnægt.
Fjármunum til þessa verkefnis verði aflað með sérstök-
um hátekjuskatti. Hér er um mikið hagsmunamál að
ræða, ekki síst fyrir konur sem fylla láglaunahópa þessa
lands, svo og alla þá sem eru þeirrar skoðunar að fólk
eigi að geta valið um það í hvers konar húsnæði það býr
og hvaða eignarform er á því.