Vera - 01.12.1984, Page 37

Vera - 01.12.1984, Page 37
Fjórar konur, þær Guðný Guö- mundsdóttir, l'na Gissurardóttir, Ingibjörg Guömundsdóttir og Hólmfríður Árnadóttir tóku aö sér aö skipuleggja feröina. Og þvílíkur árangur, Mér líöur seint úr minni stemmningin sem ríkti á vorþingi 1 Kvennalistans þegar fyrstu drög ferðaáætlunarinnar voru kynnt: Hringinn í kringum landiö á 26 dögum. Auð- vitaö Vestfiröirnir meö. 29 opinberir fundir auk ótal vinnustaðaheimsókna. Búnar að hafa samband viö konur á allflestum stöðum. Gisting þar, matur hér, smástund til aö skreppa í baö fyrir fund. . . og svo framvegis, og svo framvegis. Undur og stórmerki. En var þetta mögulegt? Óneitanlega vakti þaö athygli (og væntanlega aödáun) Þegar Kvennarútan ók í hlað í þorpum og bæjum, skreytt jwt barnavögnum, friöardúfum, brjóstahöldum og nærbuxum og tónlist hljómaði úr gjallarhorni ásamt hvatningarorðum til kvenna staöarins um aö mæta á fundina. ! Stóran þátt í hversu vel tókst til átti okkar óforbetranlegi bílstjóri, hún Sigga (Sigríö- ^ ur Magnúsdóttir) sem ók rútunni þessa 4700 km sem viö fórum. Hún leysti öll mál sem sneru að rútunni og sýndi einstakt umburöarlyndi, oft nokkuð „áhugasömum” konum, sem haldnar eru þeirri áráttu aö þurfa alltaf að leggja eitthvað til málanna, jafnvel „akstursmálanna”. Sem út af fyrir sig kynni að veraí lagief þær væru stundumsam- mála. . . En hápunktur ferðarinnar var aö fá tækifæri til aö hitta allar þessar mætu konur og vera Qestrisni þeirra aönjótandi. Fá aö heyra hvaö þær eru aö hugsa, gera, heyra um áhuga- mál þeirra og vandamál. Því hvar sem konur hittast geta þær talað saman. Málin sem brenna á okkur eru jú mörg þau sömu þrátt fyrir ólíkar aðstæður og ef til vill áherslumun. Já, vissulega græddum viö á þessari rútuferö. Hún var okkur einn allsherjar samfélags- . ,. „krambúðin” var s vinsæl. Hún hafði þan tvíþætta tilgang að fjái magna smáhluta ferðai innar og gefa tilefni t ánægjulegra samskipta.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.