Vera - 01.12.1984, Page 46

Vera - 01.12.1984, Page 46
Margar af þeim konum sem snúa sér til kvennaráðgjafarinn- ar, koma vegna slita á sambúð. Okkur þótti því nauðsynlegt að taka saman helstu praktísku atriðin sem á reynir við sambúð- arslit. í svona stuttri grein er ekki hægt að taka til allra þeirra mis- munandi aðstæðna sem upp koma við sambúðarslit, þannig að ef þið hafið ennþá spurningar eftir lestur þessarar greinar haf- ið þá endilega samband við okk- ur. Forræði Meö barnalögunum nr. 9/1981 varð sú breyting aö nú á ósjálf ráða barn ógiftra for- eldra, sem saman búa rétt á forsjá þeirra beggja sbr. 37. gr. laganna. Áöur haföi móðir barna sem fædd voru utan hjóna- bands ein forsjá þeirra. Þessi lagabreyting þýðir í raun aö feður sambúöarbarna hafa sama lagalegan rétt og mæöur til aö fá for- sjá barna við slit á sambúð sbr. 38. gr. Viö slit á sambúö verður því að ákveða hvor fari með forsjá barna. Forsjá hvers barns skal vera óskipt hjá öðru foreldri. Ef foreldra greinir á um forræðið, úrskuröar dómsmálaráðuneytið um það, að fenginni umsögn barnaverndarnefndar og á úr- skurðurinn að miðast við hvað best hentar hag og þörfum barnsins. Dómsmálaráðuneytið getur breytt úr- skurði sínum að ósk annars foreldris, ef breyting þykir réttmæt vegna breyttra að- stæðna og með tilliti til hags og þarfa barnsins sbr. 2. mgr. 39. gr. laganna. Umgengnisréttur Barn á rétt á umgengni við það foreldri sem ekki hefur forsjá þess, sbr. 40. gr. barnalaga. Ef foreldrar eru ekki sammála um umgengnisrétt, úrskurðar dómsmála- ráðuneytið um hann meö tilliti til aðstæðna allra, sbr. 2. mgr. 40. gr. Meðlag í 21. gr. barnalaga segir: „Samningur um framfærslueyri með börnum er því að- eins gildur, að valdsmaöur staðfesti þá. Eigi er heimilt að semja um lægra meðlag en barnalífeyri, eins og hann er á hverjum tíma samkvæmt lögum um almannatrygg- ingar og eigi má takmarka meðlags- greiðslu við lægri aldur barna en þann, sem greinir í 17. gr.” Miðað er við 18 ára aldur í nefndri 17. gr., en heimilt er að ákveða framlag til menntunar eða starfsþjálfunar til 20 ára aldurs. Sérstök athygli er vakin á að þó ekki megi semja um lægra meðlag en barnalífeyri, sem er nú kr. 2.477,- á mán- uði með hverju barni, þá má að sjálfsögðu semja um hærra. Valdsmaðursá, sem minnst er á í 21. gr. barnalaga, og sem á að staðfesta samn- inga um meðlag er í þessu tilfelli borgar- dómari í Reykjavík og sýslumenn og bæj- arfógetar úti á landi. Nauðsynlegt er að fá samning um með- lagsgreiðslur staðfestan ef þær eiga að fara í gegnum Tryggingastofnun ríkisins. Tryggingastofnun ríkisins greiðir þó aldrei meira en einfalt meðlag með hverju barni sbr. 1. mgr. 73. gr. laga um almannatrygg- ingar nr. 67/1971. Ef samiö er um hærri greiðslur eða ef dómsmálaráðuneytið hef- ur úrskurðaö hærra meðlag, þá verður sá sem fer með forsjá barns að fá umfram- greiðslur beint frá meðlagsgreiðanda. Ef hann stendur ekki í skilum með greiðslur þá eru þær lögtakskræfar, sbr. 28. 9r- barnalaga. Einnig er hægt að úrskurða framfærslu- skyldan aðila til að inna af hendi sérstök framlög vegna útgjalda við skírn barns, fermingu, vegna sjúkdóms eða af öðru sérstöku tilefni sbr. 19. gr. Fara þarf með slíka beiðni til sakadómara í Reykjavík en sýslumanns og bæjarfógeta úti á landi. Hvar á aö byrja? Sambúðarforeldrar sem hafa ákveðið að slíta samvistum og greinir á um eitt- hvað af ofangreindum atriðum, svo og ef þau vilja láta meðlagsgreiðslur fara í gegn- um Tryggingastofnun ríkisins, verða að byrja á að fara til borgardómara í Reykja- vík eða sýslumanna eða bæjarfógeta úti á landi. Ef aðilar hafa náð samkomulagi þáverð- ; ur það samkomulag staðfest og hægt er að fara með það upp í Tryggingastofnun ríkisins, ef greiðslur eiga að fara þar 1 gegn. Ef hinsvegar er ósamkomulag um eitthvað atriði, t.d. upphæð meðlags- greiðslna, þá verður sá ágreiningur send- ur til dómsmálaráðuneytisins. Dómsmála- ráðuneytið úrskurðar síðan um ágrein- ingsefnið eftir að hafa kynnt sér máls- ástæður aðila og er sá úrskurður fullnað- arúrskurður. Ráðuneytið hefur þó yfirleitt heimild til að breyta fyrri úrskurðum sínum vegna breyttra aðstæðna. Eignaskipti Þegar hjón skilja eru til lögfestar reglur um hvernig skuli skipta búi þeirra. Er mennareglan helmingaskipti, nemagerð- ur hafi verið kaupmáli um annaö. Slíkum lögfestum reglum er ekki til að dreifa um fjárskipti milli sambúðarfólks sem slíta sambúð. 46

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.