Vera - 01.12.1984, Qupperneq 51

Vera - 01.12.1984, Qupperneq 51
rT1enn. Einræði þeirra er svo fornt, að það n®r jafnvel til tungumáls okkar. Það er sagt maður til að merkja bæði karl og konu, það er sagt barn til að merkja bæði sveinbarn og meybarn. . .” (bls. 15) Á ítölsku. í íslensku er barn hvorugkyns og því hefði e.t.v. mátt láta konuna ávarpa það í því kyni, nema á þeim stundum, sem hún kyngreinir ófætt barn sitt sjálf. Því stund- um óskar hún sér þess að það verði stúlka fremur en drengur — stundum drengur fremur en stúlka. í þeim köflum lýsir hún hverju við er að búast eftir því hvort verður. „Skeyttu því engu þótt ég kalli þig barn” (bls. 17) má skilja sem svo að fóstrið eigi engu að skeyta þvi þótt hún ávarpi það í karlkyni — það er eini kosturinn sem hún hefur. Kona hefði máske fundið aðrar ÍN GUNNLAUGSDÚTTIR »Sárt að vera sekur” Álfrún Gunnlaugsdóttir: Þel Mál og menning, 1984. 195 bls. I hitteðfyrra kom út smásagna- safnið „Af manna völdum eftir” Álfrúnu Gunnlaugsdóttur. Nú er fyrsta skáldsagan hennar, „Þel” komin út. Hér er samt enginn byrjandi á fetð, Álfrún hefur feng- ist við bókmenntir í mörg ár og hún kemur nú fram sem þroskað- ur og fær rithöfundur. „Þel” er Irábærlega vel unnin saga. Þar fer saman góð frásagnartækni og listfengi höfundar. I þessari bók er það karlmaður sem seg- ir söguna. Rammi sögunnar er dagur í lífi Þessa manns. Það er dagurinn sem Einar, besti vinur hans, er jarðaður og Una, eigin- k°na hans, fer frá honum. Líf þessara þri99ja persóna hefur fléttast saman á sér- stakan hátt: þeir Einar, vinir og skólabræð- Ur kynntust Unu, fallegri stúlku sem vann 1 mjólkurbúð. Una og Einar urðu elskend- Ur. en Einar yfirgaf Unu og fór til Spánar að læra. Síðan giftist Una sögumanni. Sögu- maður átti trúnað þeirra beggja og þennan dag rifjast upp fyrir honum margt það sem þau hafa sagt honum og blandast saman við eigin minningar hans, gömul atvik og ný. Frásögnin er byggð þannig upp, að rað- aö er saman ólíkum brotum, stuttum myndum, sundurlausum til að byrja með, en raðast smátt og smátt saman í heillega mynd. Hér beitir höfundurvandmeðfarinni frásagnaraðferð, sem hún reynist hafa mjög góð tök á. Þetta er spennandi saga. Hún vekur strax áhuga og forvitni lesanda, sem raðar brotunum saman og tekur þannig meiri þátt en ella i sköpun sögunnar. Sagan gerist bæði á íslandi og erlendis. Oft er skipt um sögusvið. Stundum er svið- ið mjög kunnuglegt: Reykjavík Ijósum prýdd á Þorláksmessukvöld, en stundum mjög framandi: götulíf í Barcelona skömmu fyrir jól, fólkið í bænum kastar frá sér töskum og innkaupapokum og stígur dans við katalónska músík. Höfundi tekst að lýsa umhverfi og andrúmslofti svo vel að lesanda bregður ekki við þótt hann sé eina stundina staddur uppi í sveit á íslandi og aðra stundina í latínuhverfinu í París. Lýsingarnar eru ekki margorðar, en hnit- miðaðar og myndrænar. Sagan gerist í tveim ólíkum heimum, annars vegar er íslenskt þjóðfélag, hins vegar einræðisríki Francos á Spáni. Sag- an fylgir íslendingnum, Einari, í þessu framandi umhverfi. Einar kynnist suður- amerískri stúlku, Yolöndu og kunningjum hennar, sem reynast vera í andspyrnu- hreyfingu gegn fasistastjórninni. Til að byrja með hefur Einar engan skilning né áhuga á þessum aðstæðum og gerir sér ekki grein fyrir þeirri hættu sem kunningjar hans leggja sig í. Þó kemur að því að Einar fær aö kynnast því af eigin raun heldur óþyrmilega. Á íslandi lýsir sagan fólki sem býr við ólíkar aðstæður. Annars vegar er fjöl- skylda sögumanns, rík og fín, faðirinn á fyrirtæki og leggur alla áherslu á að sonur- inn komi sér vel fyrir í þjóðfélaginu. Hins vegar er heimili Unu í Höfðaborginni, þrengsli, fátækt og erfiö vinna. Líf þeirra Einars og sögumanns hefur á margan hátt orðið ólíkt. Einar taldi sig vera efni í listamann og fór til útlanda að þroska hæfileika sína eins og hann haföi lengi dreymt um. Á Spáni gerði hann þó lítiö annað en að leggjast í drykkjuskap. Sögu- maður festist hins vegar í borgaralegri til- lausnir áslíku þýðingarvandamáli en karl. Hvað um þessar athugasemdir, held ég Halldór Þorsteinsson eigi hrós skilið fyrir verkið. Sjálf er bókin bráðfalleg, brotið í þægilegri stærð og kápan í rauninni í sam- ræmi við efni bókarinnar, sem þó kann að vera túlkunaratriði! Mér finnst dónalegt að geta hvergi um höfund útlits. Ms veru fjölskyldu sinnar, þrátt fyrir ýmsa uppreisnartilburði. Hann fer að vinna í fyr- irtæki föður síns og lætur líf sitt snúast um það eitt að afla peninga. Una, konan hans, á mikinn þátt í að sögumaður hættir námi og velur þessa leið. Eins og áður kom fram er það karlmaður sem segir söguna. Höfundur er mjög trú þessu sjónarhorni sínu og lýsir konum stundum eins og karlmenn sjá þær. En líf og reynsla kvenna er einnig mikilvægt við- fangsefni. Ef til vill er þetta fyrst og fremst saga Unu, stúlku sem er fórnarlamb erfiðra aðstæðna og þeir félagar eru báðir sekir um að hafa misnotað, þótt báðir ímynduðu sér að þeir elskuðu hana. Una þráir aö eignast barn, en getur það ekki eftir fóstureyðingu, sem þau Einar létu framkvæma skömmu áður en hann stakk af til Spánar. Una þráir að hafa líf kringum sig og fyllir allt húsið með blómum. En það dugir skammt: Blómin hennar Unu döfnuðu ekki. Ég sagði að það væri ekki nema von, þau vantaði birtu. Og dag einn voru blómin horfin. Þetta er um leið lýsing á lífi Unu sjálfrar. „Sárt að vera sekur” er setning sem gengur gegnum bókina og tengist einkum Einari sem kvelst af samviskubiti af því að hafasvikið Yolöndu. í lokbókarinnar horfir málið öðruvísi við og spurningin um sekt fær víðari skírskotun. „Þel” er bók sem er laus við allar ein- faldanir. Hún lýsir ólíku fólki við ólíkar að- stæður og kemur glöggt fram, að víða er pottur brotinn. Þetta er raunsönn lýsing á lífinu eins og það er, margræð og flókin eins og lífið sjálft. Það er einkennandi fyrir frásagnaraðferð bókarinnar að höfundur leggur ekki dóm á persónur né atburði. Lesanda er látiö eftir að draga ályktanir. Engu að síður eða kannski einmitt þess vegna er „Þel” áleitin sága, sem vekur margar spurningar. Yolanda segir stund- um við Einar: „Aldrei viltu sjá nema það sem út snýr”. Við lestur þessarar sögu vakna einmitt spurningar um það sem býr innra með manninum, um sekt mannsins, lífið og tilgang þess, um vandann að vera til. Margrét Eggertsdóttir. 51

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.