Vera - 01.06.2000, Side 10

Vera - 01.06.2000, Side 10
&A B L A B A Ll Ý B B I Ö L D Ingólfur V. Gíslason, Karlanefnd Jafnréttisráðs Karlar cru um 95% fanga á Norðurlöndunutn. Er það eitthvað sem kemur jafnrétti kynja við? Um 65% barna í sálfræðimeðferð eru strákar. Er það eitthvað sem kemur jafnrétti kynja við? Tvisvar til þrisvar sinnum fleiri karlar en konur á Norðurlöndum svifta sig lífi. Er það eitthvað seijn kemur jafnrétti kynja við? Þegar konur höfðu ekki kosningarétt var auðséð að mismunur var gerður á kynjunum. Þegar kynbundnir launataxtar tíðkuðust var ljóst að kynjunum var mismunað. En hvað nú þegar flest eða öll formleg réttindi eru hin sömu? Er það þá kynjamisrétti að færri konur en karlar sitji á þingi? Er það kynjamisrétti að færri konur en karlar læri verkfræði? Og er þetta meira eða öðruvísi kynjamis- rétti en hitt að karlar eru milli 64 og 89% þeirra sem greinast með AIDS á Norðurlöndum? Tvenns konar orðræða Greina má orðræðuna um stöðu kynja í tvennt. Annars vegar hafa margir femínistar haft annað (og meira) í huga í sinni baráttu en fjöldatölur í embættum. Stefnt var að öðruvísi (og betra) samfé- lagi, samfélagi þar sem virðing fyrir manneskjum og náttúru hefði forgang fram yfir hagnaðarvon. Samfélagi þar sem meira væri horft til þess hvernig við búum að þeim sem eru að koma ný inn í þennan heim og hinum sem eru að kveðja, heldur en sveiflum úrvalsvísitölunnar. Öðrum var það meginmál að tölfræði sýndi sem jafnasta stöðu kynjanna, 40—60 skipting á sem flestum sviðum væri ásættanlegt. Ekki veit ég svo sem hvernig menn fengu þá skiptingu en hún er sjálfsagt ágæt til síns brúks. Hvað hefur þá verið að gerast síðustu áratugi? Það er að minnsta kosti ljóst að hið tölulega jafnrétti (ef svo má kalla það) hefur aukist hröðum skrefum á Norðurlöndum, 40-60 markið er ýmist í höfn eða nálgast á flestum sviðum. Raunar er þetta að verða svo sjálfsagt að það vekur ekki sérstaka athygli þegar Svíar hafa fleiri konur en karla í ráðherrastólum.Tölulegt jafnrétti hefur aukist bæði á þeim sviðum sem flestir mundu sjálfsagt kalla já- kvæð (þátttaka í stjórnmálum, menntun, atvinnuþátttaka) og á öðrum sviðum sem ef til vill er vafasamara að líta beri á sem ávinning. Bilið milli kynjanna minnkar varðandi reykingar, áfengissýki, afbrot, bílslys o.s.frv. Eftir því sem staða kvenna innan hinna jákvæðu þátta hefur batnað hefur þeim konum líka fjölgað sem taka upp áhættu- og leiðindahegðun sem áður var meira og minna bundin körlum. Nýleg athugun á afbrotum í Svíþjóð leiddi í ljós að fjöldi kvenna meðal þeirra sem grunuð eru um afbrot hef- ur tvöfaldast á 20 árum. Þetta kemur í sjálfu sér ekki þeim á óvart sem ekki hafa haft á herðum sér ok eðlishyggjunar. Ef sá kynjamunur sem verið hefur í flestum grunnþáttum samfélaga er af félagslegum orsökum þá leiðir af sjálfu sér að ef hann er jafnaður þá birtist það einnig á öðrum sviðum sem frekar teljast afleidd. Þeir sem töldu að fjölgun kvenna í hinu opinbera rými myndi sjálfkrafa leiða til betra samfélags höfðu rangt fyrir sér. Konur í stjórnunarstöðum, hvort heldur er í stjórnmálum og stjórn- kerfi eða konur í atvinnurekstri, eru ein- faldlega eins og karlar í þessum stöðum, mis- jafnar. Þær eru að sjálf- sögðu undir sömu efna- hags- og samfélagslög- mál seld og karlarnir og því verður lausnadreifmg þeirra svipuð og hjá körlunum. Hér með er þó ekki sagt að heimurinn hafi ekki 10 • VERA

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.