Vera - 01.06.2000, Side 24
ræða Glendu Jackson í malstoín Samfylkingarinnar
lykta viðræður um aðild æ fleiri ríkja að
Alþjóða viðskiptastofnuninni. Þá þarf að
ganga úr skugga um að Alþjóða viðskipta-
stofnunin fylgist með að ríki setji, og fram-
kvæmi, reglur sem tryggi öllum ríkjum
jöfn tækifæri til að leggja stund á viðskipti.
Til að fylgja þessu eftir ákvað Tony Blair
forsætisráðherra, í maí í fyrra, að Bretar
myndu beita sér fyrir réttlátari viðskipta-
reglum og lagði fram jafnvirði um 10
milljóna dollara í tækniaðstoð í þessu
augnamiði.
Við verðum að koma á samvinnu við
ríki sem eru staðráðin í að draga úr al-
mennri fátækt, taka upp skynsamlega hag-
stjórn og tryggja almenn mannréttindi. Og
hvað snertir viðskipti er brýnt að þróunar-
ríkin verði þess áskynja að það sé þeirra
hagur að taka þátt í alþjóða viðskiptum.
En eigi alþjóðavæðingin að vera snurðu-
laus og sanngjörn þarf að efla ýmsar al-
þjóða stofnanir. Brýnt er að alþjóðavæða
stjórnmálin, eins og efnahagslífið, og til
þess þarf alþjóðakerfi sem dugar. Alþjóða-
væðingin, og starfsemi Alþjóða gjaldeyris-
sjóðsins og Alþjóðabankans, sæta andstöðu
bæði ýmissa hægrimanna og fólks á vinstri
væng stjórnmálanna. En þessi viðhorf
koma fátæklingum heimsins ekki að neinu
gagni. Og ekki er úr vegi að rifja upp að
það voru ekki íhaldsöflin sem tóku þátt í
stofnun mikilvægra alþjóðastofnana á
fimmta áratugnum, heldur framfaraöflin;
með þátttöku ríkisstjórnar Verkamanna-
flokksins breska.
Það er því nauðsynlegt að efla þessar
stofnanir svo þær nýtist við lausn verkefna
á nýrri þúsöld. Breska ríkisstjórnin tekur
virkan þátt í endurmótun starfsemi Alþjóða
gjaldeyrissjóðsins og Alþjóða bankans, og
styður heils hugar þá viðleitni Kofis Ann-
ans að auka vægi Sameinuðu þjóðanna.
Siða- og hegðunarreglur, settar að frum-
kvæði Gordons Browns fjármálaráðherra
Bretlands, setja umsvifum ríkisstjórna,
einkafyrirtækja og alþjóða fjármálastofn-
ana skorður og ryðja braut að sanngjörnu
alþjóðakerfi. Einkafjármagn skiptir máli
eigi þróunarríkin að taka framförum, en
gæta ber þess að alþjóðleg stórfyrirtæki
lúti ströngum reglum um réttindi verka-
fólks og umhverfisvernd. Urræði verða að
taka mið af siðareglum eigi að vera um
raunverulegar framfarir að ræða við al-
þjóðavæðingu.
Alþjóða samvinna dugar ein við að leysa
viðamikinn umhverfisvanda án þess að
einstökum ríkjum sé mismunað. Þetta
tengist einnig þróunarmálunum og við
skiljum þann ótta í þróunarríkjunum að
umhverfisreglur hamli framförum í þeim.
En það takast engir alþjóðasamningar um
lausn umhverfisvandamála nema tekið sé
tillit til hagsmuna þróunarríkjanna.
Frá því Kýótósáttmálinn var samþykktur
1997 hafa Bretar knúið fram ýmis nýstár-
leg stefnumál sem munu hafa töluverð
áhrif. A alþjóðavettvangi höfum við aukið
stuðning við þróunarríkin. Nú þegar er
unnið að verkefnum sem kosta um 49
milljónir punda. A verkefnaskránni er að
bæta orkunýtingu, einkum á Indlandi og í
Kína, að stunda vísindarannsóknir á lofts-
lagsbreytingum, að veita fólki starfsþjálfun
og að koma á fót vinnustöðum um ákveð-
in verkefni.
Alþjóðavæðingin verður ekki aftur tek-
in, við verðum að vinna á vettvangi henn-
ar, ekki síst í þágu kvenna. Alþjóðavæðing-
in gæti aukið áhrif kvenna en við verðum
að gæta okkar á þeim þáttum hennar sem
leiða fremur til ills en góðs. Það samfélag
er ekki til þar sem konur standa jafnfætis
körlum; enn er langt frá því að þær njóti
sömu tækifæra og karlar í stjórnmálum og
við tekjuöflun. Og í mörgum ríkjum eru
réttindi kvenna enn fótum troðin.
Alþjóðavæðingin verður ekki aftur tekin
og við hyggjumst njóta ávaxta hennar. Það
gerum við með því að láta ríkisstjórnir og
alþjóðastofnanir axla ábyrgð gjörða sinna,
veita góðum hugmyndum brautargengi og
öðlast nýja sýn á viðfangsefnin. Brýnt er að
við beitum stjórnmálafrelsi okkar til að
leggja lífvænlegum þróunarverkefnum lið
af sanngirni, ekki aðeins á vettvangi hreyf-
ingar jafnaðarmanna, heldur víðar. Við lif-
um á tímum, við þúsaldamót, þegar há-
værar kröfur eru gerðar um leiðsögn jafn-
aðarmanna og þeim fellur gjarnan forystu-
hlutverk í skaut. Samvinna við framfaraöfl
um allan heim, svo sem ykkur, mun tryggja
að alþjóðavæðingin nýtist í þágu heims-
friðar, þróunarstarfs og félagslegs réttlætis.
Þýðing: Kristófer I. Svavarsson
Ertu áskrifandi
að
Ef þú ert ekki áskrifandi
að Vafii nú þegar
hvetjum við þig til að
gerast það hið fyrsta...
Ef þú gerist áskrifandi
núna færðu þ/j ií
■jy&'sii b\J6'd
Íi/£3JU5 ivð íjyjj,
Veí/íí hefur komið út
síðan 1982 og árlega
koma út sex tölublöð
með fjölbreyttu og
fræðandi efni um konur
og kvennabaráttu.
Áskrift kostar kr. 1.990
tvisvar á ári.
Hægt er að greiða
áskriftina með gíróseðli
eða greiðlsukorti.
Gerstu áskrifandi með því
að hringja í síma
-j-jZ Z\'Ó'Ój
Einnig geturðu sent fax:
552 7560 eða tölvupóst:
veraó>vortex.is og gefið
upp nafn, kennitölu
og heimilisfang.
Því fleiri áskrifendur
þess öflugri
verður Vé/iij
24 • VERA