Vera - 01.06.2000, Page 28

Vera - 01.06.2000, Page 28
A£L U I A U Gegn ofbeldi og örbirgð Heimsganga kvenna 2000 Árið 1995 sameinuðust öll samtök kvenna í Kanada í mikilli fundaherferð og tíu daga göngu gegn fátækt og ofbeldi. Þessar kraftmiklu aðgerðir fengu mikinn hljómgrunn í Kanada og urðu kveikjan að hugmyndinni um víðtækar aðgerðir kvenna um allan heim árið 2000. Heimsganga kvenna 2000 var kynnt á ráðstefnunni í Peking og þann 8. mars sl. hófst opinber undirbúningur um allan heim. Aðgerðunum lýkur með lokagöngu í New York 17. október. 4200 hópar og fjöldi einstaklinga í 150 þjóðlöndum hafa tilkynnt þátttöku og fjöldi þeirra vex með degi hverjum. Aðgerðir eru af ólíkum toga innan hvers lands og hver á sínum forsendum — frumkvæðið að aðgerðunum er alls staðar í höndum kvenna. Þær stefna allar að sama marki: að binda endi á fátækt og ofbeldi. Sameiginleg aðgerð allra þjóðanna er að gangast fyrir undir- skriftasöfnun í eigin landi gegn ofbeldi og örbirgð. Kröfugerð til úrbóta verður lögð fyrir leiðtoga þjóða heims í sautján markviss- um liðum og mun fulltrúi frá hverri þjóð afhenda Kofi Annan, að- alritara Sameinuðu þjóðanna, undirskriftirnar í lokagöngunni í NewYork 17. október. Vonir standa til að fjöldi undirskrifta verði á annan tug milljóna. Ahersla er lögð á að heimsgangan sé friðar- ganga og að viðhorf og skoðanir ólíkra kvennahreyfmga og félaga séu virt. Þátttakendur vona að aðgerðir þessar knýi Sameinuðu þjóðirn- ar og aðildarlönd þeirra til markvissra aðgerða til að binda endi á örbirgð og tryggja réttláta skiptingu auðæfa heims og jafnrétti ríkra og fátækra, karla og kvenna. Einnig er krafist aðgerða til að binda endi á það ofbeldi, bæði ljóst og leynt, sem viðgengst í garð kvenna. Kröfurnar eru byggðar á sáttmála Sameinuðu þjóðanna og framkvæmdaáætlun Kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Pek- ing. Aðilar sameinast í kröfunni um uppgjöf skulda fátækustu landanna við stærstu iðnveldi heims. Nánari upplýsingar (á ensku) um heimsgönguna má fá á heimasíðunni www.ffq.qc.ca Hvað gerist á íslandi? Islenskar konur úr ýmsum samtökum hafa ákveðið að sýna konum allra landa samstöðu og nota þetta tækifæri til að taka þátt í bar- áttunni fyrir réttlátara samfélagi þar sem ofbeldi og misrétti hvers konar er vísað á bug. Undirskriftasöfnun GEGN ÖRBIRGÐ OG OF- BELDI er farin af stað og munu aðstandendur sjá til þess að und- irskriftalistarnir komist á leiðarenda. Hinn 24. október næstkomandi eru 25 ár liðin frá kvenna- frídeginum 1975. Islenskar konur vilja minnast þeirra tímamóta og blása til göngu og stórfundar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þetta verð- ur fagnaðarfundur þar sem íslenskar konur koma saman til að finna mátt sinn og megin og styðja hver aðra, jafnframt því að líta til kvenna annarra landa. Nánari upplýsingar um undirskriftasöfnunina gefa Guðrún Hannesdóttir, s. 553 6037, gudrunha@mmedia.is og Eygló Bjarnardóttir, s. 567 5748, eglo@rsp.is Kvenbiskup Gertraud Knoll, sem er 41 árs biskup í mótmælendakirkju í Austurríki, hefur nú tekið það ráð að fara í felur með börn sín þrjú. Gertraud hefur gagnrýnt kynþáttahatur hægri öfgamanns- ins Jörg Haider og flokks hans. Af þeim sökum hafa hún og börn hennar orðið fyrir hótunum í síma og bréfleiðis frá stuðningsfólki Haiders. I einu nafnlausu bréfinu stóð: „Það er verst að Adolf skuli ekki lengur vera á meðal okkar. Þú og krakk- arnir þínir ættuð að fara í gasklefann." I viðtali við austurrískt dagblað sagði Gertraud að hún hefði ekki ætlað að segja frá hvað stæði í þeim skelíilegu f Austurrfki ofsótt bréfum sem henni hafa borist eða ofbeldinu og kvenhatrinu sem dynur yfir hana þegar hún svarar í símann en nú væri henni ofboðið og kysi að fara í felur með börn sín, sem eru 9, 6 og 2 ára, því þau væru það mikilvægasta í lífi sínu og þörfnuðust verndar. Þessi atburður hefur vakið upp við- brögð annarra kirkjuleiðtoga sem vilja styðja Gertraud. Mik- ill þrýstingur er á kaþólsku kirkjuna í Austurríki að sitja ekki aðgerðalaus hjá á meðan ofsóknirnar dynja á Gertraud Knoll. Fulltrúi ungra, róttækra kaþólikka sagði t.d.: „Ef við gerum ekkert núna, verður þetta verra í framtíðinni." 28 • VERA

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.