Vera


Vera - 01.06.2000, Qupperneq 29

Vera - 01.06.2000, Qupperneq 29
Omögulegt að lifma í afstöðuleysi Guðrún Hannesdóttir hefur undanfarin ár nær eingöngu helgað sig því að skrifa og myndskreyta bækur fyrir börn. Hún er bókasafnsfræðingur frá Háskóla Islands en lærði einnig listasögu við háskólann í Lundi. Guðrún starfaði á læknisfræðibóka- safni Landakotsspítala frá árinu 1979 til 1994 en það ár kom út fyrsta bókin með myndskreytingum hennar. Síðan þá hefur hún unnið tímabundið á bókasafni Listahá- skóla Islands og Listasafns íslands. Forlagið hefur gefið út flestar bækur Guðrúnar þar á meðal þrjár bækur með vís- um sem Guðrún hefur safnað og mynd- skreytt. Margar af þeim vísum hafa ekki komið á prent áður. Fyrir fyrstu bókina, Gamlar vísur handa nýjum börnum, hlaut Guðrún viðurkenningu íslandsdeildar IBBY og einnig fékk Prentsmiðjan Oddi viðurkenningu frá Samtökum iðnaðarins vegna vandaðrar prentvinnu við bókina. Árið eftir kom út bókin Fleiri gamlar vísur handa nýjum börnum og 1999 bókin Eina kann ég vísu... „Mér finnst mikilvægt að börn læri vísur og að þær geymist en glatist ekki,“ segir Guðrún um þær bækur. Guðrún myndskreytti bókina Risinn þjófótti og skyrfjallið eftir Sig- rúnu Helgadóttur sem fékk Islensku barnabókaverðlaunin 1996 og var tek- in á heiðurslista IBBY 1998. Sama ár kom út á bók þjóðsagan Kerling vill hafa nokkuð fyrir snúð sinn með myndskreytingum Guðrúnar. En Guð- rún hefur líka samið eigin sögur. „Fyrsta bókin sem ég samdi sjálf kom út 1997. Hún heitir Sagan af skessunni sem leiddist og er ætluð fyrir allra yngstu lesendurna. Mér finnst mjög gaman að skrifa fyrir þann aldurshóp og er nú að ljúka við bók sem kemur út hjá Bjarti í haust. Mig langar til að skrifa skemmtilegar bækur fyrir lítil börn um al- varleg efni sem börnum eru hugleikin engu síður en fullorðnum. I fyrri bókinni var ég að fjalla urn vináttuna og langar að halda áfram á þeirri braut, þ.e. að skrifa sögur um mikilvæg málefni og myndskreyta þær.“ Guðrún hefur sótt nokkur stutt mynd- listarnámskeið en er að öðru leyti sjálf- menntuð í myndlist. Hún hefur sýnt mynd- ir á ráðstefnum þar sem barnamenning hef- ur verið kynnt, bæði hérlendis og erlendis, tekið þátt í samsýningunni Fyrirmyndar- FIT í Listasafni ASI við Freyjugötu og sýnt í Súfistanum, bókakaffi Máls og Menningar og bókasafni Mosfellsbæjar. Guðrún er í stjórn Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna og í undirbúningshópi fyrir stórfund kvenna 24. október n.k. og undirskriftasöfnun gegn örbirgð og ofbeldi sem nánar er sagt frá hér í opnunni. „Ég tók virkan þátt í friðarbaráttunni á dögumVíetnamstríðsins og starfaði þá í MFIK. Ég er nýgengin til liðs við samtökin aftur og finnst þau góður vettvangur og merkilegt félag kvenna sem bygg- ir á gömlum grunni. Það er ómögulegt að híma heima í afstöðu- leysi þegar er verk að vinna,“ segir Guðrún og hvetur alla til að skrifa undir bréfið til Kofi Annan, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, en þar segir: Við undirrituð krefjumst þess að Sameinuðu þjóðirnar og að- ildarríki þeirra hefji raunhæfar aðgerðir til þess: Að útrýma fátækt og tryggja jafna skiptingu auðæfa heimsins milli ríkra og fátækra, karla og kvenna. Að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum og tryggja jafnan rétt kynjanna. Sigga kcriing scll var úl j( sakr.iiiH-nli líu l'vi hún líkiiin hlynnti, líðagjörðuin ckki viiinli. Myndskreytingar úr bókinni Eina kann ég vísu, sem Guðrún myndskreytti og safnaði vísum í. VERA • 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.